„Konudagur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
þessari öld breytt í þá 20ustu
Lína 1:
'''Konudagur''' er fyrsti dagur [[Góa|Góu]], sem er sunnudagurinn í 8. viku vetrar. Rétt eins og fyrsti dagurinn í [[Þorri|Þorra]] er [[bóndadagur]]inn. Þann dag minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með þvi að fagna góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn. Konudaginn ber ávallt upp á sunnudag.
 
Orðið konudagur varð fyrst algengt á þessari20ustu öld. [[Jón Árnason]] nefnir það að vísu ekki í þjóðsögunum en álíka gömul heimild ætti að teljast nokkuð áreiðanleg: Ingibjörg Schulesen kvaðst
hafa kynnst bæði konudegi og bóndadegi þegar hún var sýslumannsfrú á [[Húsavík]] [[1841]]-[[1861]], þ.e. áður en [[þjóðsögur Jóns Árnasonar]] komu út á prenti. Þau ummæli hennar eru þó ekki bókfest fyrr en [[1898]]. [[Árni Sigurðsson]] nefnir konudag og bóndadag einnig í minningum sínum úr Breiðdal frá miðri 19. öld en þær voru ekki skráðar fyrr en árið [[1911]]. Að öðru leyti er tíðni og útbreiðsla orðanna svipuð. Konudagur kemur fyrir í sögum eftir [[Guðmundur Friðjónsson|Guðmund Friðjónsson]], [[Íslenskar þjóðsögur og sagnir|þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar]] og hjá nokkrum álíka gömlum eða yngri höfundum. Nær hundrað heimildamenn hvaðanæva af landinu fæddir á bilinu [[1882]]-[[1912]] kannast við þetta heiti dagsins. Því er ótrúlegt annað en það hafi verið býsna rótgróið í máli. Opinbera viðurkenningu hlýtur nafnið þó naumast fyrr en eftir að það er tekið upp í [[Almanak Þjóðvinafélagsins]] árið [[1927]] og íslenskir þjóðhœttir [[Jónas frá Hrafnagili|Jónasar frá Hrafnagili]] koma út árið [[1934]]. [[Góðtemplarareglan]] sýnist lengi hafa verið meðvituð um þennan dag eins og fleira þjóðlegt. Þessi auglýsing er frá árinu 1941: