„Johnny Cash“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: hsb:Johnny Cash
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:JohnnyCash1969.jpg|thumb|right|Johnny Cash árið 1969.]]
'''Johnny Cash''' (J.R. Cash) ([[26. febrúar]] [[1932]] – [[12. september]] [[2003]]) var áhrifamikill [[Bandaríkin|bandarískur]] tónlistarmaður og [[lagahöfundur]] sem ólst upp í Arkansas á tímum kreppunnar miklu. Hann kunni illa við að flokka tónlistina sína með einhverri ákveðinni tónlistarstefnu heldur vildi hann meina að hann spilaði einfaldlega Johnny Cash-tónlist. Hann var þekktur fyrir sína ákaflega djúpu og voldugu rödd, dökkt yfirlit, dökkan klæðnað sem ávann honum gælunafnið „Svartklæddi maðurinn“ ásamt ákaflega einkennandi takti í lögum sínum, takti sem minnir helst á lest á lítilli ferð (boom chicka boom). Hann byrjaði iðulega tónleika sína á að kynna sig með orðunum: „Halló, ég er Johnny Cash“. Á sjöunda áratugnum hélt hann tvo óvenjulega tónleika í fangelsunum Folsom og San Quentin sem vöktu mikla athygli. Hann er í hávegum hafður hjá mjög breiðumfjölbreittum hópi fólks á öllum aldri og margir vilja meina að hann hafi verið táknmynd karlmennskunnar.
 
Tónlist Cash var innblásin af viðburðaríku einkalífi og erfiðleikum. Á meðal vinsælustu laga í hans flutningi eru ''I Walk The Line'', ''Folsom Prison Blues'', ''Ring of Fire'','' Man in Black'' og ''Hurt''. Eftir hann liggja einnig lög í gamansamari kantinum eins og ''One Piece at a Time'', ''The One on the Right is on the Left'' og ''A Boy Named Sue'' sem Shel Silverstein samdi.