„Harry Potter og viskusteinninn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haframjolk (spjall | framlög)
Haframjolk (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Hagrid segir Harry, Ron og Hermione hvernig á að komast framhjá Hnoðra og þau flýta sér að segja [[Albus Dumbledore|Dumbledore]] hvað þau vita, en hann er ekki við. Þau voru alveg viss um að Dumbledore hafi verið lokkaður út úr skólanum á meðan til að Snape gæti stolið steininum. Þríeykið ákveður að vera á undan að ná í steininn. Þau þurfa að komast framhjá mörgum galdra-hindrunum, t.d fljúgandi lyklum, risa-galdratafli og fleira. Harry er eini sem heldur áfram og finnur þar Quirrell prófessor, en ekki Snape, sem er á eftir steininum. Síðasta hindrunin er Draumaspegillinn. Quirrell neyðir Harry til að finna steininn en hann dettur í vasa hans. Voldemort, sem hafði vald á Quirrell, sýndi sig þá aftan í hnakka hans og reynir að ráðast á Harry sem sleppur. Dumbledore birtist í tæka tíð, Voldemort flýr en Quirrell deyr.
 
=== Lok bókar ===
Dumbledore staðfestir fyrir Harry að móðir hans dó þegar hún reyndi að vernda Harry fyrir Voldemort, þegar hann var lítill. Ást hennar á Harry var svo sterk og hrein að hún gerði gamla galdravörn fyrir Harry á móti bölvunum Voldemort. Dumbledore útskýrir líka að viskusteinninn var eyðilagður til þess að forða framtíðarvandamálum eins og þessum. Hann segir Harry að aðeins þeir sem vildu steininn til að verja hann en ekki til að nota hann mundu ná honum úr speglinum, það er ástæðan fyrir að Harry náði steininum.