„Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Sigurdurolafsson (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs''' eru ein [[Verðlaun Norðurlandaráðs|fjögurra verðlauna]] sem [[Norðurlandaráð]] veitir árlega. Verðlaunin eru veitt einu [[bókmenntir|bókmenntaverk]]i skrifuðu á máli eins [[Norðurlönd|Norðurlandanna]]. Verðlaunin geta hlotið skáldsögur, leikverk, ljóðabækur, smásögur eða ritgerðir. Verðlaunin voru sett á fót árið [[1962]] og er úthlutað af [[Norðurlandaráð]]i á hverju ári. Upphaflega voru verðlaunin 50.000 [[Dönsk króna|danskar krónur]] en frá [[1995]] hafa þau verið 350.000 danskar krónur. Valið fer þannig fram að [[Danmörk]], [[Finnland]], [[Ísland]], [[Noregur]] og [[Svíþjóð]] [[Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs frá Íslandi|tilnefnir]] hvert tvö verk. Frá [[1985]] hafa [[Færeyjar]], [[Grænland]] og [[samíska]] málsvæðið tilnefnt eitt verk hvert. Fyrsti Færeyingurinn sem fékk verðlaunin var [[William Heinesen]] árið [[1965]], en hann var þá tilnefndur fyrir Danmörku. [[Nils-Aslak Valkeapää]] hefur einn [[Samar|Sama]] fengið verðlaunin, árið [[1991]].
 
Tilkynnt er um sigurverk verðlaunanna og þau afhent á árlegum [[Þemafundur Norðurlandaráðs|Þemafundi Norðurlandaráðs]] að vori.
 
[[Íslenskir rithöfundar|Íslenskir rithöfundar]] hafa sjö sinnum hlotið verðlaunin, síðast [[Gyrðir Elíasson]] árið [[2011]] fyrir smásagnasafnið [[Milli trjánna]].