„Whitney Houston“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: scn:Whitney Houston
Lína 3:
 
== Ævisaga ==
Fullu nafni hét hún '''Whitney Elizabeth Houston'''. Hún fæddist í [[Newark]] í [[New Jersey]]. Móðir hennar, [[Cissy Houston]], frænka hennar, [[Dionne Warwick]] og guðmóðir hennar, [[Aretha Franklin]]<ref>[http://www.imdb.com/name/nm0001365/bio Biography for Whitney Houston] IMDB.com</ref>, voru allar þekktar söngkonur og því ólst Whitney upp með tónlist stöðugt í kringum sig. Þegar hún var 11 ára hóf hún að syngja sem [[sólóisti]] í gospel-barnakór í New Hope Baptist kirkjunni í Newark.. Síðar hóf hún að fylgja móður sinni á tónleika og árið [[1978]] kom hún fram í laginu „Think It Over“ á plötu móður sinnar.<ref name="Jet">[http://books.google.is/books?id=prQDAAAAMBAJ&lpg=PA58&dq=whitney+houston&pg=PA58&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false "Whitney Houston Sings Her Way to Stardom with Hit Album, Road Tour"]. Jet (Johnson Publishing Company) 68 (24): 59. 26. ágúst, 1985. ISSN 0021-5996. Skoðað 12 Febrúar 2012</ref> Eftir það kom hún fram á plötum annarra tónlistarmanna, svo sem [[Chaka Khan]], [[Jermaine Jackson]] og [[Lou Rawls]]. Síðar árið 1978 söng hún sem aðalsöngvari í lagi hljómsveitarinnar [[Michael Zager Band]], „Life's a Party“.
 
Snemma á níunda áratugnum varð hún fyrirsæta fyrir umboðskrifstofuna Whilhelmina og fór hún að birtast sem [[módel]] í ýmsum [[tímarit]]um.<ref name="Jet" /> Árið [[1982]] kom hún svo fram í laginu „Memories“ með [[jazz]]-[[funk]] hljómsveitinni [[Material]].
 
Whitney skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning árið [[1983]] eftir að [[Clive Davis]], stjórnandi [[Arista]] [[hljómplötuútgefandi|hljómplötuútgefandans]], heyrði hana syngja ásamt móður sinni á næturklúbbi. Árið [[1984]] náði hún vinsældum með laginu „Hold Me“, sem var [[dúett]] með [[Teddy Pendergrass]]. Lagið komst á bandaríska [[vinsældalisti|vinsældalista]] og vinsældir hennar hófu að vaxa hratt. Whitney kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttunum ''Gimme a Break'' og ''Silver Spoons''.
 
Í febrúar [[1985]] kom fyrsta plata Whitney út. Platan var nefnd eftir söngkonunni, „Whitney Houston“. Lagið „You Give Good Love“ komst í þriðja sæti á vinsældalistum.<ref name="Jet" /> Lögin „Saving All My Love For You“, „How Will I Know“ og „Greatest Love Of All“ náðu fyrsta sæti á vinsældalistum. Í mars [[1986]] náði platan fyrsta sæti á plötuvinsældalistum og alls seldust um 24 milljónir eintaka af plötunni, sem varð mest selda plata söngkonu í sögunni. Whitney hlaut [[Grammy-verðlaunin|Grammy verðlaun]] fyrir lagið „Saving All My Love For You“ og [[Emmy-verðlaunin|Emmy verðlaun]] fyrir leik sinn í sjónvarpsþætti.
 
„Whitney“, önnur plata Whitney, kom út í júní [[1987]] og komst strax í efsta sæti vinsældalista í Bandaríkjunum og [[Bretland]]i. Fjögur lög af plötunni („I Wanna Dance With Somebody“, „Didn't We Almost Have It All“, „So Emotional“ og „Where Do Broken Hearts Go“) komust í fyrsta sæti vinsældalista og þar með setti Whitney met í fjölda laga sem komust í fyrsta sæti vinsældalista í röð. Það met hefur ekki enn verið slegið.