„Guðmundur Árni Stefánsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Guðmundur er sonur [[Stefán Gunnlaugsson|Stefáns Gunnlaugssonar]] alþingismanns og konu hans Margrétar Guðmundsdóttur. Tveir bræður hans, [[Finnur Torfi Stefánsson]] og [[Gunnlaugur Stefánsson]], hafa einnig verið alþingismenn. Guðmundur starfaði við blaðamennsku og þáttagerð í útvarpi þar til hann varð [[bæjarstjóri]] í Hafnarfirði fyrir [[Alþýðuflokkur|Alþýðuflokkinn]] [[1986]]. Því starfi gegndi hann þar til hann var kjörinn á þing [[1993]]. Við stjórnarmyndun í júní sama ár varð hann heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og í júní [[1994]] varð hann félagsmálaráðherra.
 
Hann var í hópi yngstu leiðtoga Alþýðuflokksins og oft rætt um hann sem arftaka [[Jón Baldvin Hannibalsson|Jóns Baldvins Hannibalssonar]], þáverandi utanríkisráðherra og leiðtoga flokksins, en varð fyrir gagnrýni fyrir að hygla vinum og frændum þegar kom að embættisveitingum og ýmsum sporslum. Mest gekk á út af starfslokum Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis árið 1993. Varð þetta til þess að Guðmundur sagði af sér ráðherraembætti [[11. nóvember]] [[1994]]. Hann sat áfram á Alþingi þar til hann var skipaður sendiherra Íslands í [[Svíþjóð]] árið [[2005]]. Þann 17. janúar 2012, afhenti hann [[Barack Obama]] Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í [[Washington D.C.]].
 
Guðmundur Árni og kona hans, Jóna Dóra Karlsdóttir, misstu tvo elstu syni sína í eldsvoða árið [[1985]]. Þau eiga fjögur önnur börn.