„Frumbyggjar Ameríku“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 157.157.90.196 (spjall), breytt til síðustu útgáfu LaaknorBot
Lína 1:
[[Mynd:American_indians_1916.jpg|thumb|Amerískir indíánar árið 1916.]]
'''Frumbyggjar Ameríku''' (oft kallaðir '''indíánar''') eru hópar fólks af ýmsu þjóðarbroti og afkomendur þeirra, sem bjuggu í Ameríku áður en [[Evrópa|Evrópubúar]] komu þangað fyrst.
'''Amerískir indíánar skiptast í mikinn fjölda kynþátta og ættflokka, sem er haldið aðgreindum frá inúítum og alautum.
 
Frumbyggjum Vesturheims er oftast skipt í tvo flokka. Sá stærri er amerísku indíánarnir, sem eru síðan greindir eftir búsetu í hópa norður-, mið- og suðuramerískra frumbyggja. Sá minni er frumbyggjar heimskautahéraðanna, inúítar og alautar taldir með.
 
Allir frumbyggjarnir eru af asískum uppruna og hafa haldið asískum útlitseinkennum í mismunandi mæli. Dvöl þeirra á meginlöndum Norður- og Suður-Ameríku var það löng að hún náði að gera ákveðnar ytri- og innri líkamsbreytingar, sem einkennir þá á augljósan hátt. Greining Asíufólks og inúíta hefur engu að síður verið talsvert óljós í Norðvestur-Alaska og Norðaustur-Síberíu, þar sem samskiptin hafði verið meira innbyrðis sitt hvorum megin við Berningssund.
 
Enginn hefur fundið út hvenær landnám frumbyggjanna var nákvæmlega. Það er haldið að þeir hafi fært sig suður eftir Ameríku á ísöldinni fyrir 1.600.000-10.000 árum. Það var lengi haldið að þeir hefðu tekið sér búsetu á síðasta kuldaskeiði ísaldar, sem kennt er við Wisconsin, fyrir 35.000-20.000 árum. Nýlegri kenningar hafa gefið út að landnámið kemur 60.000 ár aftur í tímann. Fólksflutningarnir fóru um landbrúna, sem myndaðist við stækkun jökla og lægri stöðu sjávar, þar sem Beringssundið skilur nú milli Asíu og Norður-Ameríku.
 
Frumbyggjarnir bjuggu yfir fornri verkþekkingu, sem tíðkaðist í Evrasíu og Afríku. Þeir kunnu að nota eld, héldu hunda, notuðu margs konar steinverkfæri, spjót, skutla, einfalda boga, kaðla, net og tágakörfur. Þeir beittu mismunandi helgisiðum til lækninga og annarra þarfa. Þegar fyrstu hvítu mennirnir birtust á sjónarsviðinu í upphafi 16. aldar voru frumbyggjarnir þegar búsettir suður eftir allri Ameríku, þar sem þeir höfðu þróað ýmiss konar menningarsamfélög og aðlagast margs konar landfræðilegum aðstæðum.
 
Menningarsamfélög nýja heimsins voru allt öðruvísi en það sem gerðist í gamla heiminum, vegna margra teinalda einangrunar. Þar var hvorki notað hjól né plógur en leirgerð var algeng og þéttbýli og borgir þróuðust á hærra menningarstigi en í gamla heiminum. Mörg samfélög nýja heimsins byggðust á veiði og söfnun, þótt landbúnaður yrði meginundirstaða afkomu þeirra seinna. Þar var mest ræktað af maís, baunum, ávöxtum og rætur (líkar kartöflum). Á sama tíma ræktuðu Evrópumenn mikið af korni, s.s. hveiti, byggi og hrísgrjónum.
 
Meginland Norður-Ameríku, sem asíufólkið valdi til að búa á, skiptist í helst í þrjár landfræðiheildir. Vestast eru há Cordillera-fjöllin, Appalachia-hálendið og Piedmont í austri og Slétturnar miklu, allt frá Atlantshafi suður að Mexíkóflóa. Vestur-Cordillera-fjöllin eru margir samsíða fjallgarðar allt frá Alaska suður til Mið-Ameríku. Í Kanada og BNA eru stórar grasi- og skógi vaxnar sléttur á milli þeirra auk Lægðarinnar miklu (Great Basin) og eyðimarka Arizona og Nýja-Mexíkós, sem teygist inn í Norðvestur-Mexíkó. Cordillera-fjöllin meðfram Kyrrahafinu aðskilja mikinn fjölda lægða og hásléttna frá strandlengjunni. Allranyrzlu hlutar Sléttnanna miklu á miðju meginlandinu eru við jaðar heimskautssvæðanna, mýrlenda túndrusvæði vaxin barrtrjám líkt og í Síberíu (taiga). Syðst liðast vatnasvæði Mississippi-fljótsins milli tiltölulega þurrlendar hásléttna í vestri og lág- og votlendari sléttna og hæðótts landslags í austri. Appalachia-hálendið og Piedmont eru skóglendust í norðri og í suðri, þar sem nokkur hálendissvæði eru, sem lækka að ströndum Atlantshafsins og Mexíkóflóa.
 
Þegar Evrópumenn komu til skjalanna, voru u.þ.b. 240 ættbálkar indíána í Norður-Ameríku. Mannfræðingar hafa auðveldað sér starfið með því að skilgreina færri hópa úr þessum ættbálkum eftir menningarsvæðum og búsetu. Þessi skilgreining nær til jaðars heimskautasvæðanna, Norðvesturstrandarinnar, Kaliforníu, Vesturhásléttunnar, vesturhluta Lægðarinnar miklu, suðvesturhlutans, sléttnanna, austurskógasvæðanna og suðausturhlutans.
 
Helstu nýlenduveldin lögðu áherslu á mótun stefnu í málefnum indíána. Spánverjar voru iðnir við kristniboð og að breyta lífsháttum þeirra. Skipanir voru gefnar út um sameiningu þorpa og skipulagningu stórra miðstöðva og indíánarnir voru fullvissaðir um, að þeir glötuðu ekki lendum sínum. Þetta voru fyrstu tilraunir til að koma verndarsvæðum indíána á fót. Ekki var staðið við loforð um eignarhald þeirra á landi, því Spánverjar lögðu hvert land undir sig. Margir indíánar, sem óttuðust þessa þróun, flúðu til fjalla en þá misstu þeir löndin sín.
Rússar létu lítið til sín taka í landnámi Nýja heimsins. Pétur I hinn mikli, Rússakeisari, sendi Vitus Jonassen Bering yfir hafsvæðið, sem ber nafn hans, í vísindaleiðangur en ekki til að ná undir sig land. Síðar komu upp vandamál við varnir rússneskra byggða og jafnvel útbreiðslu þeirra og málið var lagt fyrir Katrínu II hina miklu árið 1769. Hún leystist með því að lýsa kaupmenn ábyrga fyrir landnáminu í Norðvestu-Ameríku og ekki vilja leggja til mannafla, skip eða fjármuni, að Rússland hefði ekki áhuga á landvinningum í Austur-Indíum eða Ameríku.
Tilraunir Svía og Hollendinga til landnáms voru svo skammvinnar, að áhrif þeirra voru lítil. Samt sem áður voru Hollendingar líklega fyrstir til að gera samning við ættbálk indíána, mohawk. Þeir greiddu þannig leið Englendinga í Nýja heiminum og öflugra veldis þeirra en Frakka í Norður-Ameríku.
Frakkar hengdu sig í snöru lénsveldisins, sem þeir fluttu með sér til Ameríku var ákaflega letjandi fyrir landnemana. Þeir kusu flestir fasta búsetu á eigin landi. Allan yfirráðatíma Frakka var meiri áhersla lögð á verslun en landvinninga og þróun, þannig að samneyti franskra yfirvalda í Ameríku beindist mest að viðskiptasamningum við indíánana. Þeir buðu öllum höfðingjum ættbálka, sem þeir höfðu viðskipti við, til Montreol hvert ár, þar sem landstjórinn hélt ræður um vináttutengsl og gaf fólki gjafir. Landstjóri Louisiana átti fundi með indíánum í suðurhlutanum í Mobile. Englendingar voru tregir að gera það sama og þeir en þurftu þess vegan samkeppninnar. Síðar urðu bandarískir friðarboðar ríkisstjórnarinnar að lofa indíánum föstum, árlegum greiðslum fyrir land sem þeir létu af hendi.
 
Englendingar lögðu helst áherslu á landvinninga og fasta búsetu. Strax í upphafi töldu þeir nauðsynlegt að komast að samkomulagi við indíánana um afnot lands. Í flestum nýlendunum var bannað að leggja undir sig land indíána án opinbers leyfis. Oftast fékkst það ekki fyrr en samkomulag hafði náðst við höfðingja viðkomandi ættbálka.
 
Þrátt fyrir þessar tilraunir yfirvalda til réttargæslu indíána, ollu ólögleg landnám stöðugum árekstrum. Samkeppnin við Frakka, sem létu ekkert tækifæri ónotað til að benda indíánum á landagræðgi Englendinga, umsvif braskara utan landnámssvæðanna og sigursælar herferðir Pontiac, höfðingja ottawa-indíána, gegn Bretum í norðvesturhlutanum við Vötnin miklu í mótmælaskyni við framrás landnema til vesturs, ollu því, að ráðherrar Georgs III sömdu fyrstu yfirlýsingu árið 1763 um landréttindi indíána í sögu landnáms Evrópumanna í Nýja heiminum.
Í þessu skjali er skýrt kveðið á um bann við útgáfu landafsala á svæðum, sem indíánar gera tilkall til, nema með samningum og kaupum. Yfirlýsingin segir, að indíánar eigi öll lönd og svæði frá upptökum ánna, sem renna frá vestri og norðvestri til sjávar. Því var öllum einstaklingum óheimilt að eigna sér land vestan Appalachiafjalla nema að undangengnum samningum milli stjórnar hans hátignar, konungsins, og indíána.
 
Þessari stefna gilti til loka yfirráða Breta og Bandaríkjamenn tóku hana upp í kjölfarið. Þrátt fyrir skýr lagaboð, héldu þúsundir landnema ólöglega yfir Appalachia-mörkin í frelsisstríðinu. Þegar Frakkar í Kanada gáfust upp fyrir Englendingum árið 1760, tilkynnti stjórnin, að indíánar, sem höfðu stutt Englendinga, skyldu halda búsetusvæðum sínum, ef þeir kysu að búa þar áfram. Síðar tók yfirlýsingin frá 1763 gildi í Kanada. Lögin um Norður-Ameríku frá 1867, sem mörkuðu upphaf núverandi Kanada, kváðu á um yfirráð Kanadastjórnar yfir indíánum og landsvæðum þeirra. Bæði BNA og Kanada mörkuðu því skýra stefnu í málefnum indíána, þótt minna yrði úr efndum.
 
Stefna BNA frá síðari hluta 18. aldar til síðari hluta 19. aldar. Fyrsta velmótaða yfirlýsing BNA varðandi indíána kom fram í lögunum um Norðvesturhéruðin árið 1787. Þar var indíánum m.a. heitið órofatrúnaði, virðingu fyrir rétti þeirra til eigna, öðrum réttindum og frelsi. Þar var því heitið, að aldrei skyldi ráðist á þá og högum þeirra raskað, nema með lögheimildum. Þar var heitið frekari þróun lagasetningar, sem tryggði þeim réttlæti og mannúð, til að fyrirbyggja órétt og til að tryggja frið og vináttu. Þessar göfugu fyrirætlanir voru festar í lög 7. ágúst 1789 og voru meðal fyrstu verka þingsins samkvæmt stjórnarskránni.
 
Fyrsta stóra frávikið frá stefnunni um réttindi indíána kom fram í lögum um brottflutning indíána árið 1830. Þá beittu BNA indíána í fyrsta skipti þvingunum, einkum cherokee og seminole-ættbálkana. Þau voru ekki hugsuð sem þvingunarlög, því þau fólu forseta landsins einum samningsrétt við ættbálkana austan Mississippifljótsins á grundvelli fullra bóta fyrir land, sem tekið var af þeim. Þau gerðu ráð fyrir umbótum í þágu þeirra og þinglýstu
eignarlandi vestan fljótsins. Andstaða gegn þessum lögum var bæld niður með hervaldi.
Næsta áratuginn voru í kringum 100.000 indíánar fluttir vestur yfir fljótið. Þessir atburðir urðu Alexis de Tocqueville að umtalsefni árið 1831. Svæðin vestan Mississippifljóts voru ekki eins afskekkt og talið var á þessum tíma. Gullfundir í Kaliforníu (1848) ollu upphafi nýrra samninga um lendur indíána, sem voru á leiðum til Kyrrahafsstranda. Skyndileg umferð þúsunda vagnalesta um síðustu lendur indíána og stórslátrun villtra dýra á sléttunum og í fjöllunum, sem voru undirstaða fæðu indíánanna, leiddu til alvarlegustu indíánastríða sögunnar. Í þrjá áratugi upp úr 1850 voru stöðugar árásir og skærur á vestursléttunum, þ.á.m. hin mannskæða orrusta milli liðs Custers og sioux- og cheyenne-indíána (1876), bardagi milli lonníettu Jósefs, höfðingja, við ofurefli herliðs BNA (1877) og langvarandi viðureignir við Geronimo, höfðingja chiricahua-indíána, þar til hann var handsamaður og stungið í fangelsi 1886.
 
Alls var 118 verndarsvæðum skipt. Skiptingin kostaði indíána 34.800 ferkílómetra lands, sem voru 62% flatarmáls upprunalegu verndarsvæðanna fyrir 1887. Afleiðingin var kynslóð landlausra indíána, sem höfðu enga verkmenntun. Skiptingin leiddi ekki til þróunar landbúnaðar, aðallega ræktunar, eins og að var stefnt. Fjölskyldur indíána tvístruðust og samfélagskerfi þeirra var lagt í rúst. Þeir glötuðu smám saman tengslum við menningu sína og ekkert kom í hennar stað.
 
== Tenglar ==