„Wikipedia:Markverðugleiki (fræðimenn)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
Lína 21:
# Fræðimaður sem uppfyllir skilyrði númer 2 mun sennilega uppfylla fleiri skilyrði líka. Eigi að síður getur verið nóg að uppfylla ''bara'' skilyrði númer 2.
# Það er erfitt fyrir þá sem þekkja ekki til í akademískri fræðigrein aðdæma hvort skilyrðum 3 og 4 sé fullnægt: Í sumum greinum gefa menn út mun tíðar en í öðrum greinum; í sumum tilvikum eru bækur megin-útgáfuvettvangurinn en í öðrum tilvikum eru greinar í fræðitímaritum algengustu útgáfurnar. Eigi að síður getur fjöldi útgefinna verka verið vísbending um mikilvægi viðkomandi að einhverju leyti. Mikilvægi fræðigreinar eða bókar má stundum ráða af því hve oft vísað er til hennar í öðrum fræðigreinum og fræðiritum.
# Varast ber Google Scholar: Google Scholar er ágætistól fyrir (1) fræðigreinar sem byggja einkum áútgáfuá útgáfu fræðigreina fremur en bóka (2) fræðigreinar þar sem sérhver (eða nánast sérhver) útgáfuvettvangur er til á netinu. Flestar greinar tölvunarfræðinga munu finnast með hjálp Google Scholar en síður svo í greinum sem ekki eru eins tæknivæddar (e.t.v. bókmenntafræði og fornleifafræði). Því ætti einungis að reiða sig á Google Scholar til að styðja markverðugleika en ekki hið gagnstæða (að viðkomandi sé ekki markverður).
# Ef fræðimaður er upphafsmaður hugmyndar eða hugtaks sem er mikilvægt á einhverju sviði, þá uppfyllir viðkomandi skilyrði númer 5 en upphafsmaður hugmyndar sem er keimlík annarri hugmynd þarf ekki að uppfylla skilyrði númer 5.
# Einn mælikvarði á mikilvægi í heimi fræðanna er árangur nemenda viðkomandi (venjulega doktorsnema en undantekningar eru hugsanlegar). Prófessor sem á sér ''afar'' vel þekktan nemanda gæti hugsanlega verið markverður af þeim sökum einum: Slíkur fræðimaður upfyllir skilyrði númer 6. En það eitt að eiga sér markverðan nemanda er ekki nóg: (1) nemandinn ætti að vera gríðarlega markverður og (2) fræðimaðurinn ætti að vera helsta fyrirmynd eða megininnblástur nemandans.