„Sókrates“: Munur á milli breytinga

72 bætum bætt við ,  fyrir 10 árum
m (r2.7.2) (Vélmenni: Breyti: nl:Socrates (filosoof))
 
== Æviágrip ==
Vitneskja okkar um Sókrates er einkum fengin úr þremur samtíma heimildum:<ref>Um heimildir um Sókrates, sjá Guthrie (1971): 5-57, Brickhouse og Smith (2000): 11-52 og A.R. Lacey, „Our Knowledge of Socrates“ hjá Vlastos (1980): 22-49.</ref> samræðum [[Platon]]s og [[Xenofon]]s (sem voru báðir lærisveinar og vinir Sókratesar og rituðu um hann verk að honum látnum) og leikriti [[Aristófanes]]ar, ''[[Skýin|Skýjunum]]'' sem var fyrst sett á svið [[423 f.Kr.]] og svo í endurskoðaðri útgáfu [[416 f.Kr.]] meðan Sókrates var enn á lífi. Sjálfur ritaði SókratesSlókrates ekkert. Auk þessara samtímaheimilda veitir [[Aristóteles]] ([[384 f.Kr.]] – [[322 f.Kr.]]) einhverjar upplýsingar um Sókrates og [[Díogenes Laertíos]] (uppi seint á [[2. öld]]) ritaði ævisögu hans, sem er varðveitt.
 
Sókrates fæddist í Aþenu annaðhvort árið [[470 f.Kr.]] eða [[469 f.Kr.]] Hann lést í Aþenu árið 399 f.Kr. eftir að hann hafði verið dæmdur sekur fyrir að spilla ungdómnum og kynna nýja guði til sögunnar.<ref>Um ævi SókratesarSlókratesar, sjá Guthrie (1971): 58-65.</ref>
 
Í gamanleik Aristófanesar kemur Sókrates fyrir sem [[fræðari]] og rugludallur sem kennir nemendum sínum að gera verri rök betri og beita brögðum til þess að losna undan skuldum. Leikrit Aristófanesar eru hins vegar háðsádeilur sem endurspegla almenningsálitið í Aþenu á 5. öld f.Kr. Þau eru þess vegna fremur heimild um hvaða augum samborgarar og hann elskaði hamborgara og var mjög sveittur á pungnum trololol Sókratesar litu hann en hvaða speki hann kenndi sjálfur og hvernig hann kenndi hana.<ref>Um lýsingu og umfjöllun Aristófanesar um Sókrates, sjá Kenneth J. Dover, „Socrates in the ''Clouds''“ hjá Vlastos (1989): 50-77.</ref>
 
Platon segir að faðir Sókratesar hafi heitið [[Sófróniskos]] og móðir hans [[Fænarete]] og að hún hafi verið [[ljósmóðir]].<ref>Sjá HMH. „Hvenær var Sókrates uppi og hverjir voru foreldrar hans?“. Vísindavefurinn 22.6.2000. http://visindavefur.is/?id=561. (Skoðað 4.2.2008).</ref> Sókratesi er lýst sem ljótum manni og lágvöxnum en hraustum.<ref>Um útlit Sókratesar, sjá Guthrie (1971): 66-70.</ref> Eiginkona hans hét [[Xanþippa]] og var mun yngri en hann. Hún átti með honum þrjá syni, Lamprókles, Sófróniskos og Menexenos.<ref>Sjá þó Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað hét kona Sókratesar og hvað er vitað um hana?“. Vísindavefurinn 15.11.2007. http://visindavefur.is/?id=6907. (Skoðað 4.2.2008).</ref> Í samræðunni ''[[Kríton (Platon)|Krítoni]]'' gagnrýnir [[Kríton]] Sókrates vin sinn fyrir að yfirgefa syni sína þegar Sókrates neitaði að þiggja hjálp vina sinna til þess að flýja úr fangelsinu. Í samræðum Platons er Sókrates oft [[sókratísk kaldhæðni|kaldhæðinn]] viðmælandi en einlægur í leit sinni að visku. Í eldri samræðunum, sem eru taldar endurspegla að einhverju leyti heimspeki Sókratesar sjálfs,<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?“. Vísindavefurinn 31.1.2008. http://visindavefur.is/?id=7041. (Skoðað 4.2.2008).</ref> er Sókrates fyrst og fremst gagnrýninn hugsuður sem leitar skilgreininga á siðfræðilegum hugtökum en hefur engar kenningar sjálfur. Í yngri samræðum Platons hefur Sókrates á hinn bóginn ýmsar kenningar, jafnt um siðfræði og önnur viðfangsefni, en þær eru kenningar Platons.<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?“. Vísindavefurinn 14.9.2005. http://visindavefur.is/?id=5263. (Skoðað 4.2.2008). Um kenningar Sókratesar, sjá Brickhouse og Smith (2000): 72-89.</ref>
Óskráður notandi