„Melavöllurinn“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
[[Laugardalsvöllur]]inn var vígður árið 1957 og með tilkomu grasvallar þótti Melavöllurinn sem malarvöllur óspennandi kostur og æ færri leikir voru leiknir þar í efstu deild. Bikarúrslitaleikirnir voru þó enn leiknir á Melavellinum allt fram til ársins 1972. [[Flóðljós]] voru sett þar upp árið 1971. Völlurinn var þó ekki lagður af strax og héldur æfingar frjálsíþróttafólks og yngri flokka í knattspyrnu áfram, þar var skautasvell á vetrum auk þess sem tónleikar voru haldnir þar af og til. Frægir pönktónleikar, [[Melarokk]], voru haldnir þar árið 1982. Völlurinn var loks lagður niður árið [[1984]] sama ár og nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun í Laugardal.
 
Síðasti leikurinn í efstu deild sem fór þar fram var viðureign KA og KR. KA vann 1-0 og var það Hinrik Þórhallsson sem skoraði sigurmarkið, og síðasta markið á Melavellinum, 55 árum eftir að Helgi Eiríksson, Víkingi Reykjavík, skoraði fyrsta markið þar í 4-1 sigri á Val.
 
==Staðsetning==
4.254

breytingar