„Grace Kelly“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 194.144.122.141 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Rezabot
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Nancy_Reagan_Douglas_Fairbanks,_Jr._Grace_Kelly.jpg|thumb|right|Grace Kelly (lengst til hægri) ásamt [[Nancy Reagan]] og [[Douglas Fairbanks]] í móttöku í [[Winfield House]] í [[London]] fyrir brúðkaup [[Karl Bretaprins|Karls]] og [[Lafði Díana Spencer|Díönu]] 1981.]]
'''Grace Patricia Kelly''' ([[12. nóvember]], [[1929]] – [[14. september]], [[1982]]) var [[BNA|bandarísk]] [[leikari|leikkona]] sem var vinsæl á [[1951-1960|6. áratugnum]]. Hún lék fyrir [[MGM]], meðal annars aðalhlutverk í þremur [[Alfred Hitchcock|Hitchcock-myndum]]. Hún fékk [[Óskarsverðlaun]] sem besta leikkona fyrir leik sinn í ''[[Sveitastúlkan]]'' (''Country Girl'') 1954 þar sem hún lék á móti [[Bing Crosby]] og [[William Holden]]. Á [[Kvikmyndahátíðin í Cannes|Kvikmyndahátíðinni í Cannes]] 1955 kynntist hún [[Rainier 3|Rainier III.]] fursta af [[Mónakó]] og þau héldu áfram sambandi eftir að hún sneri aftur til Bandaríkjanna. Þau giftu sig [[19. apríl]] [[1956]] og brúðkaupið var kallað „brúðkaup aldarinnar“. Níu mánuðum síðar fæddist fyrsta barn þeirra, [[Karólína af Mónakó|Karólína]] og ári síðar [[Albert 2. Mónakófursti|Albert]] sem er núverandi [[Mónakófursti]]. 1965 fæddist yngsta barn þeira, [[Stefanía af Mónakó|Stefanía]]. Nokkrum sinnum kom upp sú hugmynd að Grace sneri aftur á hvíta tjaldið, en slíkar hugmyndir mættu mikilli andstöðu Rainieris og almennings í Mónakó.
 
[[13. september]] [[1982]] fékk Grace [[heilablóðfall]] þar sem hún var að aka [[Rover P6]]-bifreið sinni, en í bílnum var einnig Stefanía, dóttir hennar. Bíllinn fór út af veginum og hrapaði niður fjallshlíð. Grace lést á sjúkrahúsi daginn eftir. Stefanía virtist í fyrstu hafa sloppið með minniháttar meiðsli en síðar kom í ljós að hún var með sprungu í höfuðkúpu.