„Indónesía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: fo:Indonesia Breyti: bjn:Indunisia
m Skipti út Koeh-097.jpg fyrir Myristica_fragrans_-_Köhler–s_Medizinal-Pflanzen-097.jpg.
Lína 45:
[[Ástrónesía|Ástrónesíumenn]], sem eru meirihluti af íbúum Indónesíu komu frá [[Tævan]] um 2000 f.Kr. og hröktu hina innfæddu [[Melanesía|Melanesíubúa]] til austurhéraða landsins. Mjög góð skilyrði til ræktunar eru í Indónesíu og [[hrísgrjón]]arækt undir vatni hófst þar á áttundu öld f.Kr. Verslun var mikil við ríki á [[Indland]]i og í [[Kína]].
 
[[Mynd:KoehMyristica_fragrans_-_Köhler–s_Medizinal-Pflanzen-097.jpg|thumb|left|Múskatjurtin er upprunnin á [[Bandaeyjar|Bandaeyjum]] í Indónesíu. Þessi jurt var einu sinni ein eftirsóttasta varan í alþjóðaviðskiptum og laðaði fyrstu evrópsku nýlenduveldin til Indónesíu.]]
Frá sjöundu öld dafnaði ríkið [[Srivijaya]] en veldi þess byggðist á verslun og áhrifum af [[hindúismi|hindúisma]] og [[búddismi|búddisma]]. Milli áttundu og tíundu aldar, risu og hnigu á eyjunni [[Java|Jövu]] ríkin [[Sailendra]] sem var landbúnaðarsamfélag sem byggðist á búddisma og [[Mataram]] sem var hindúaríki. Þessi samfélög skildu eftir sig stór helgilíkneski eins og [[Borobudur]] og [[Prambanan]]. Hindúakonungsdæmið [[Majapahit]] var stofnað á Austur-Jövu seint á 13. öld og undir stjórn [[Gajah Mada]] þá náðu áhrif þess yfir stóran hluta Indónesíu. Þetta tímabil er oft talið gullöld í sögu Indónesíu.