„Femínismi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
Lína 15:
 
=== Áhersla á að konur og karlar séu eins ===
Þetta sjónarmið femínsimans gengur út á að konur og karlar séu í grundvallaratriðum eins, fyrir utan hinn augljósa líffræðilega mun. Þessi munur er álitinn ómikilvægur. Hér er litið svo á að sá munur sem að er á kynjunum í samfélaginu sé félagslega skapaður og þar með menningarbundinn. Áherslan hér er því á umhverfið í stað líffræðinnar. Kynin eiga því að njóta sömu tækifæra í lífinu og vera jöfn á öllum stigum samfélagsins. Hér er þess vegna ekki tekið tillit til sameiginlegrar reynslu kvenna. Í öfgafullum tilfellum er meira að segja litið á kvenlega eiginleik sem eithvað neikvætt.
 
Femínismahreyfingar sem byggja á því sjónarmiði að konur og karlar séu eins eru ríkjandi í dag. Hins vegar byggði til dæmis [[Kvennalistinn]] á Íslandi á sjónarmiðinu um líffræðilegan mun kynjanna þegar hann var og hét.