„Seglskúta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 19:
Um leið og [[gufuvél]]in kom fram á sjónarsviðið og síðar [[díselvél]]ar með [[skrúfa|skrúfu]] var farið að nýta vélarafl í bland við seglin. Jafnvel með lítilli vél er hægt að sigla skipinu á móti vindi auk þess sem það er auðveldara að beita skipinu á þröngum leiðum, við landsteina eða í höfnum. Fyrir tilkomu hjálparvéla voru [[dráttarbátur|dráttarbátar]] stundum notaðir til að draga stærri seglskip út á sjó úr höfn og framhjá skerjum. Nú til dags eru flest seglskip búin hjálparvél, ýmist [[díselvél]] innanborðs eða með [[utanborðsmótor]].
 
==Nokkrar gerðirGerðir seglskipa==
Margar ólíkar tegundir af seglskútum eru til, en þær eiga þó allar ýmislegt sameiginlegt. Allar hafa þær [[skipsskrokkur|skrokk]] og [[seglbúnaður|seglbúnað]] ([[siglutré]], [[segl]] og [[stag|stög]]). [[Kjölur]] og [[kjölfesta]] mynda svo mótvægi við hliðarátakið þegar vindurinn blæs í seglin og koma í veg fyrir að bátnum hvolfi. Hverrar tegundar skútan er ræðst af því hvernig þessum hlutum er komið fyrir í hönnun skipsins.