„Grenjaðarstaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
[[File:Grenjadarstadur eldhus.jpg|thumb|Grenjaðarstaður - stóareldhúsið]]
 
Byggðasafnið á Grenjaðarstað á sér nokkra forsögu og hafahefur margirmargt fólk, bæði menn og konur, lagt þar hönd að verki. Bændafélag Þingeyinga setti á laggirnar nefnd veturinn 1950 til þess að athuga möguleika fyrir stofnun byggðasafns í Þingeyjarsýslu. Fljótlega var byrjað að safna munum. Eftir því sem að munum fjölgaði þá varð það ljóst að annað hvort þyrfti að byggja hús með ærnum kostnaði eða finna hentugt húsnæði sem þegar væri til. Á þessum tíma var gamli bærinn á Grenjaðarstað auður því nýtt íbúðarhús hafði verið byggt á staðnum. Tímans tönn hafði nagað torfveggina og þökin á bænum og þarfnaðist hann því töluverðra endurbóta. Sumarið 1955 var, fyrir forgöngu þáverandi þjóðminjavarðar,[[Kristján Eldjárn|Kristjáns Eldjárns]], hafin gagnger viðgerð á bænum, þar sem reynt var að færa hann í upprunalegt horf. [[Kristján Eldjárn]] bauð bæinn fram til þess að geyma muni byggðasafnins að viðgerð lokinni. Viðgerð tók sinn tíma en 9. júlí 1958 var bærinn formlega opnaður sem [[byggðasafn]]. Hafði þá verið komið fyrir nokkuð á annað þúsund munum í flestum húsum bæjarins sem fólkið í héraðinu hafði gefið til safnsins.
 
== Heimild ==