„Hallgrímur Pétursson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
Hallgrímur er talinn vera fæddur í Gröf á Höfðaströnd en var ungum komið í fóstur á Hólum. Hann var góður námsmaður, en það hamlaði, að hann var baldinn og erfiður í æsku. Því var hann sendur til náms úti í [[Lukkuborg]] ([[Glückstadt]]), sem þá var í [[Danmörk]]u en nú í [[Þýskaland]]i, og mun hann hafa numið [[málmsmíði]] þar. Hann var nokkrum árum síðar starfandi hjá járnsmið í [[Kaupmannahöfn]] og þar hitti [[Brynjólfur Sveinsson]], síðar biskup, Hallgrím. Brynjólfur kom honum í nám í [[Frúarskóli|Frúarskóla]] í Kaupmannahöfn og var Hallgrímur þar við nám í nokkur ár og sóttist það vel og var kominn í efsta bekk árið [[1636]] um haustið.
 
Þá bar svo til, að þetta haust komu til Kaupmannahafnar nokkrir Íslendingar, sem höfðu lent í [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]] [[1627]] og verið úti í [[Alsír]] í tæpan áratug. Var talið að þeir væru farnir að ryðga í [[Kristin trú|kristinni trú]] og jafnvel í [[móðurmál]]inu. Þess vegna var fenginn íslenskur námsmaður til þess að fara yfir fræðin með þeim og varð Hallgrímur fyrir valinu. Í þessum hópi var kona nokkur frá [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]], [[Guðríður Símonardóttir]], gift kona, en maður hennar, Eyjólfur Sólmundarson (d. [[1636]]), hafði sloppið við að vera rænt. Urðu þau ástfangin hún og Hallgrímur og æxluðust mál þannig að hann yfirgaf námið og Danmörku og fór til Íslands með Guðríði, þegar hópurinn var sendur heim. Komu þau til lands í [[Keflavík]] snemma vors [[1637]] og var Guðríður þá ófrísk að fyrsta barni þeirra. Guðríður var allnokkru eldri en Hallgrímur, talin fædd [[1598]], d. [[18. desember]] [[1682]]. Blablabla
 
Þau settust að í smákoti, sem hét [[Bolafótur]] og var hjáleiga frá [[Ytri-Njarðvík]], og gerðist Hallgrímur púlsmaður hjá þeim dönsku (kaupmönnunum í Keflavík). Hann var stór maður og luralegur og svo er sagt að hann hafi ekki verið ásjálegur. Einhverja sekt mun hann hafa orðið að greiða, vegna þess að þegar þau komu til Íslands var Guðríður ófrísk, gift kona, en reyndar hafði maður hennar dáið árið 1636. En það vissu þau hjúin ekkert um og voru því ótvírætt brotleg. Einhvern veginn kastaðist í kekki á milli Hallgríms og veraldlegra ráðamanna á Suðurnesjum og munu hann og [[Torfi Erlendsson]], [[sýslumaður]] á [[Stafnes]]i, aldrei hafa litið hvor annan réttu auga.