Munur á milli breytinga „Guðmundur góði Arason“

m
ekkert breytingarágrip
m
Guðmundur Arason fæddist í Hörgárdal 1161 og var óskilgetinn því að móðir hans, Úlfhildur Gunnarsdóttir, hafði verið nauðug gift öðrum manni áður en hún varð þunguð með föður hans, Ara Þorgeirssyni. Þegar hann var ungur féll faðir hans úti í Noregi þegar hann bjargaði [[Erlingur skakki|Erlingi skakka]] jarli undan óvinum. Föðurbróðir Guðmundar, Ingimundur prestur, ól hann upp á hálfgerðum flækingi, barði hann til bókar og var harður við hann. Um 1180 ætluðu þeir til útlanda en skipið fórst við [[Hornstrandir]]. Guðmundur bjargaðist en slasaðist illa á fæti, átti lengi í þeim meiðslum og varð þá trúmaður og [[meinlæti|meinlætamaður]]. Hann var vígður til prests 1185.
 
Hann var svo prestur á nokkrum stöðum í [[Skagafjörður|Skagafirði]] og síðan á [[Vellir|Völlum]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og fór mikið orð af trúhneigð hans, meinlætalifnað, örlæti og líknsemi við þá er minna máttu sín. Fljótlega fór það orð af honum að hann gæti gert ýmis kraftaverk, læknað sjúka og rekið út illa anda. Varð þetta til þss að höfðingjar sóttust eftir að fá hann til sín. Hann ferðaðist líka mikið um, vígði brunna og gerði áheit. [[GvendarbrunnarGvendarbrunnur|Gvendarbrunna]] má enn finna víða um land og til er þekkt þjóðsaga um það þegar Guðmundur blessaði [[Drangey]] á Skagafirði.
 
== Biskupskjör ==
 
Guðmundur var skyldur Gyðríði konu [[Kolbeinn Tumason|Kolbeins Tumasonar]], höfðingja [[Ásbirningar|Ásbirninga]] í Skagafirði, og fékk Kolbeinn hann til að gerast heimilisprestur sinn á [[Víðimýri]]. Skömmu síðar dó [[Brandur Sæmundsson|Brandur biskup]] á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og kom Kolbeinn því til leiðar að Guðmundur var kjörinn biskup í hans stað. Færðist Guðmundur fyrst undan en á endanum tók hann við kjöri og bjóst Kolbeinn við að hann yrði sér leiðitamur, svo að hann gæti stýrt bæði leikmönnum og kennimönnum á Norðurlandi. Guðmundur fór þá til Hóla að undirbúa vígsluferð sína en Kolbeinn fór með og tók undir sig staðarforráð og líkaði Guðmundi það ekki en á endanum varð að ráði að Kolbeinn setti [[Sigurður Ormsson|Sigurð Ormsson]] Svínfelling, stjúpföður sinn, til búsforráða á Hólum.
 
[[Hrafn Sveinbjarnarson]] fylgdi Guðmundi út til vígslu 1202 og var hann vígður af Eiríki erkibiskupi í [[Niðarós]]dómkirkju 13. apríl 1203. Guðmundur kom svo heim um sumarið og tók við embætti biskups á Hólum en vorið eftir sendi hann Sigurð til [[Munkaþverá]]r og setti hann síðan niður á [[Möðruvellir (Hörgárdal)|Möðruvöllum í Hörgárdal]], sem biskupsstóllinn hafði þá eignast. Þetta líkaði Kolbeini ekki því að hann treysti biskupi engann veginn fyrir fjármálum biskupsstólsins, og brátt urðu ágreiningsefnin fleiri.
1.735

breytingar