„Flugumýri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Flugumýri''' er bær og kirkjustaður í [[Blönduhlíð]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], við rætur [[Glóðafeykir|Glóðafeykis]]. Bærinn er landnámsjörð [[Þórir dúfunef|Þóris dúfunefs]] og er sagður kenndur við hryssuna Flugu, mikið góðhross sem Þórir átti.
 
Á Flugumýri hefur jafnan verið stórbýli og þr hafa ýmsir höfðingjar búið. Á [[Sturlungaöld]] var Flugumýri eitt af höfuðbólum [[Ásbirningar|Ásbirninga]] og þar bjó [[Kolbeinn ungi Arnórsson]] frá [[1233]] til dauðadags [[1245]]. Ekkja hans gaf biskupsstólnum á Hólum jörðina en [[Gissur Þorvaldsson]] keypti hana af stólnum, settist þar að vorið 19531253 og byggði þar upp stóran bæ. Hann naut hans þó ekki lengi því að [[22. október]] um haustið, eftir brúðkaupsveislu Halls sonar Gissurar og [[Ingibjörg Sturludóttir|Ingibjargar Sturludóttur]], komu óvinir Gissurar að Flugumýri og reyndu að brenna hann inni. [[Flugumýrarbrenna]] er vafalaust þekktasti atburðurinn í sögu Flugumýrar.
 
Árið 1360 eignaðist [[Hólastóll]] jörðina aftur þegar [[Jón skalli Eiríksson]] biskup keypti hana og var hún í eigu stólsins upp frá því, allt þar til hann var lagður niður um aldamótin 1800 og stóljarðir seldar. Á fyrri öldum voru [[prestastefna|prestastefnur]] í [[Hólabiskupsdæmi]] oftast haldnar á Flugumýri.