Munur á milli breytinga „Ágústus“

13 bæti fjarlægð ,  fyrir 9 árum
m
Eftir fráfall Marcellusar gifti Ágústus dóttur sína einum helsta bandamanni sínum, [[Marcus Vipsanius Agrippa|Marcusi Agrippu]]. Þeim varð fimm barna auðið: [[Gaius Caesar]], [[Lucius Caesar]], [[Vipsania Julia]], [[Agrippina eldri]] og [[Postumus Agrippa]], svo nefndur vegna þess að hann fæddist eftir andlát föður síns, Marcusar Agrippu. Áform Ágústusar um að gera elstu dóttursyni sína að erfingjum sínum urðu ljós þegar hann ættleiddi þá sem sína eigin syni. Ágústus virtist einnig taka stjúpsyni sína, syni Liviu frá fyrra hjónabandi, [[Nero Claudius Drusus Germanicus]] og [[Tíberíus|Tíberíus Claudius]], fram fyrir aðra eftir að þeir höfðu hernumið stóran hluta af landsvæðum Germana.
 
Þegar Agrippa lést árið [[12 f.Kr.]] skildi Tíberíus, sonur Liviu, við konu sína og kvæntist ekkju Agrippu, Júlíu, dóttur Ágústusar. Tíberíus fór með lýðsforingjavöld Ágústusar um hríð en settist í helgan stein stuttu síðar. Synir Júlíu, sem Ágústus hafði ættleitt, Gaius og Lucius, létust um aldur fram, árið [[4]] og [[2|2 e.Kr.]] tilsvarslega og Drusus hafði látist nokkru fyrr ([[9 f.Kr.]]). Í kjölfarið var Tíberíus kallaður til Rómar og ættleiddur af Ágústusi.
 
Þann [[9. ágúst]] árið [[14|14 e.Kr.]] lést Ágústus. [[Postumus Agrippa]] og Tíberíus höfðu verið útnefndir erfingjar hans. Postumus hafði hins vegar verið gerður útlægur og var líflátinn um svipað leyti. Ekki er vitað hver fyrirskipaði líflát hans en gatan var greið fyrir Tíberíus til þess að taka við völdum stjúpföður síns.
12.774

breytingar