„John Steinbeck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 47:
Í maí 1948 snéri Steinbeck við til Kaliforníu eftir að náin vinur hans, Ed Ricketts, lenti í alvarlegu slysi þar sem lest keyrði á bílinn hans. Ricketts dó nokkrum klukkutímum fyrir komu Steinbeck. Í þessari sömu ferð bað Gwyn, konan hans, um skilnað. Steinbeck reyndi að telja henni hughvarf en skilnaðurinn gekk endanlega í gegn í ágúst sama ár. Samkvæmt eigin frásögn gekk Steinbeck í gegnum slæmt þunglyndi það sem eftir lifði árs.
 
=== ÞriðjaSíðustu hjónabandár og dauði ===
Í júní [[1949]] hitti Steinbeck Elaine Scott, leikhússtjóra, á veitingastað í [[Carmel]], Kaliforníu. Steinbeck og Scott giftust í desember 1950 innan við viku eftir að Elaine Scott hafði gengið frá skilnaði við leikarann Zachary Scott. Þetta var þriðja hjónaband Steinbeck sem hélst allt þar til hann lést 1968.<ref name="Parini">Parini, J. John Steinbeck: A Biography (1996), Holt Publishing.</ref>
Árið 1966 ferðaðist Steinbeck til [[Tel Aviv]] til að heimsækja samyrkjubú stofnað í [[Ísrael]] af afa hans.
John Steinbeck lést úr hjartaáfalli í New York 20. Desember 1968. Hann var 66 ára gamall og hafði reykt stóran hluta ævinnar. Krufning staðfesti að dánarorsökin væri kransæðastífla.