„John Steinbeck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 32:
Faðir John, John Ernst Steinbeck eldri vann sem fjársýslumaður í [[Monterey sýsla|Monterey sýslu]]. Móðir hans hét Olive Hamilton og var kennari. Foreldrar hans voru trúuð og kirkjurækin. Móðir John deildi ástríðu hans á lestri og skrift og las oft og tíðum upp úr Biblíunni fyrir hann frá unga aldri. Áhrif trúarlegs bakgrunns má sjá víða í ritum hans. Í inngangi einu verka hans sagði John Steinbeck: „Some literature was in the air around me. The Bible I absorbed through my skin. My uncles exuded Shakespeare, and Pilgrim's Progress was mixed with my mother's milk.”<ref name="ACTS">Steinbeck, J. (1976). The Acts of King Arthur and His Noble Knights, bls 11.</ref> Hann bjó í litlu dreifbýlu bæjarfélagi í gróðursælu umhverfi sem var upphaflega við útmörk landnámsbyggðar. Á sumrin vann hann á nálægum bóndabæjum og síðar með flökkufólki á Spreckels búgarðinum. Þar kynntist hann harðari ásýndum flökkulífsins og myrkari hliðum mannlegs eðlis sem komu fram í mörgum bóka hans, þ.á.m. ''Mýs og menn''. Steinbeck var iðinn við að kanna nánasta umhverfi sitt<ref name="Biography">Timmerman, J. (1995). Introduction to John Steinbeck, The Long Valley, Penguin Publishing.</ref> en hann notaði heimaslóðirnir oft sem sögusvið.
 
=== Fyrsta hjónaband og börn ===
Árið 1919 útskrifaðist Steinbeck frá framhaldsskólanum í Salinas og sótti [[Stanford-háskóli|Stanford-háskóla]] með hálfum hug þar til hann hætti án þess að útskrifast 1925. Hann ferðaðist til [[New York-borg|New York]] til að eltast við draum sinn að gerast rithöfundur og framfleytti sér með ýmsum óhefðbundnum störfum. Honum mistókst að fá verk sitt útgefið og snéri við til Kaliforníu þremur árum seinna og vann um tíma í fiskeldi og sem leiðsögumaður í [[Tahoe borgCity]] í Kaliforníu. Á því tímabili kynntist hann fyrri konu sinni, Carol Henning.<ref name="Novels for Students">Novels for Students (2012). Gale Cengage.</ref><ref>DeMott, R. Introduction to The Grapes of Wrath (1992), Penguin Publishing.</ref><ref name="Jackson">Benson, Jackson J., The True Adventures of John Steinbeck, Writer (1984), The Viking Press.</ref> Þau giftust í janúar 1930.
 
Mestan hluta [[Kreppan mikla|kreppunnar miklu]] bjuggu Carol og Steinbeck í litlu húsi sem faðir hans átti í [[Pacific Grove]], Kaliforníu. Eldri fjölskyldumeðlimir útveguðu honum frían eldivið, pappír fyrir handritin hans og nauðsynleg peningalán seinni hluta 1928 sem gaf Steinbeck svigrúm til að hætta íþyngjandi lagervinnu í [[San Francisco]] og einbeita sér að sinni iðn.<ref name="Jackson"></ref>
 
Árið 1935 kom út ''[[Tortilla Flat]]'', fyrsta heppnaða skáldsagan hans sem kom honum úr tiltölulegri fátækt og gaf honum færi á að byggja sumarhús í [[Los Gatos]]. Árið 1940 fylgdi Steinbeck vini sínum og áhrifavaldi [[Ed Ricketts]] sjávarlíffræðingi í sjóleiðangur um [[Kaliforníuflói|Kaliforníuflóa]] til að safna lífrænum sýnum. Bókin ''[[The Log from the Sea of Cortez]]'' er byggð á þessum leiðangri. Carol slóst með í för en þau áttu í erfiðleikum í hjónabandinu á þessum tíma og sóttu um skilnað undir lok ársins 1941 en á þeim tíma var Steinbeck að vinna við handritið að bókinni.<ref name="Jackson"></ref>
 
Í mars árið 1943 gekk skilnaður Steinbeck og Carol endanlega í gegn og seinna í sama mánuði giftist hann Gwyndolyn „Gwyn“ Conger.<ref name="Thomas Fensch">Fensch, Thomas (2002). [http://books.google.is/books?id=yXE_v1etBjMC&pg=PA33&dq=%22divorce+from+carol+henning+was+granted%22&hl=is#v=onepage&q=%22divorce%20from%20carol%20henning%20was%20granted%22&f=false Steinbeck and Covici]. The Story of a Friendship, New Century Books, bls 33.</ref> Þau eignuðust tvö börn sem eru einu afkomendur Steinbeck – [[Thomas Myles Steinbeck]] (fæddur 1944) og [[John Steinbeck IV]] (1946-1991).