„John Steinbeck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
Faðir John, John Ernst Steinbeck eldri vann sem fjársýslumaður í [[Monterey sýsla|Monterey sýslu]]. Móðir hans hét Olive Hamilton og var kennari. Foreldrar hans voru trúuð og kirkjurækin. Móðir John deildi ástríðu hans á lestri og skrift og las oft og tíðum upp úr Biblíunni fyrir hann frá unga aldri. Áhrif trúarlegs bakgrunns má sjá víða í ritum hans. Í inngangi einu verka hans sagði John Steinbeck: „Some literature was in the air around me. The Bible I absorbed through my skin. My uncles exuded Shakespeare, and Pilgrim's Progress was mixed with my mother's milk.”<ref name="ACTS">Steinbeck, J. (1976). The Acts of King Arthur and His Noble Knights, bls 11.</ref> Hann bjó í litlu dreifbýlu bæjarfélagi í gróðursælu umhverfi sem var upphaflega við útmörk landnámsbyggðar. Á sumrin vann hann á nálægum bóndabæjum og síðar með flökkufólki á Spreckels búgarðinum. Þar kynntist hann harðari ásýndum flökkulífsins og myrkari hliðum mannlegs eðlis sem komu fram í mörgum bóka hans, þ.á.m. ''Mýs og menn''. Steinbeck var iðinn við að kanna nánasta umhverfi sitt<ref name="Biography">Timmerman, J. (1995). Introduction to John Steinbeck, The Long Valley, Penguin Publishing.</ref> en hann notaði heimaslóðirnir oft sem sögusvið.
 
=== Fyrsta giftinghjónaband ===
Árið 1919 útskrifaðist Steinbeck frá framhaldsskólanum í Salinas og sótti [[Stanford-háskóli|Stanford-háskóla]] með hálfum hug þar til hann hætti án þess að útskrifast 1925. Hann ferðaðist til [[New York-borg|New York]] til að eltast við draum sinn að gerast rithöfundur og framfleytti sér með ýmsum óhefðbundnum störfum. Honum mistókst að fá verk sitt útgefið og snéri við til Kaliforníu þremur árum seinna og vann um tíma í fiskeldi og sem leiðsögumaður í [[Tahoe borg]] í Kaliforníu. Á því tímabili kynntist hann fyrri konu sinni, Carol Henning.<ref name="Novels for Students">Novels for Students (2012). Gale Cengage.</ref><ref>DeMott, R. Introduction to The Grapes of Wrath (1992), Penguin Publishing.</ref><ref name="Jackson">Benson, Jackson J., The True Adventures of John Steinbeck, Writer (1984), The Viking Press.</ref> Þau giftust í janúar 1930.
 
Lína 42:
Árið 1943 vann Steinbeck sem [[stríðsfréttamaður]] í [[seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] en ári síðar særðist hann af völdum sprengjubrota og hætti í kjölfarið störfum og snéri heim.
 
=== ÖnnurAnnað giftinghjónaband ===
Árið 1947 ferðaðist Steinbeck til [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í fyrsta skiptið ásamt þekktum ljósmyndara, [[Robert Capa]]. Þeir heimsóttu [[Moskva|Moskvu]], [[Kíev]], [[Tíblisi]], [[Batumi]] og [[Volgograd|Stalíngrad]] og voru með fyrstu vestrænu íbúunum til að heimsækja marga hluta Sovétríkjanna eftir kommúnistabyltinguna. Steinbeck skrifaði um reynslu þeirra í bókinni [[A Russian Journal]] sem var myndskreytt með ljósmyndum Robert Capa. Bókin var gefin út 1948, sama ár og Steinbeck var kosinn inn í [[Bandarísku Listaakademían|bandarísku listaakademíuna]].