„Lykilorð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Lykilorð hafa verið notuð síðan forna tíma til að takmarka aðgang að byggingum og byggðum. Varðmaður væri staddur við sérstakt svæði og veitti aðgang þeim sem þekktu lykilorðið. Nú á dögum eru lykilorð notuð ásamt [[notandanafn|notandanöfnum]] við [[innskráning]]u til að fá aðgang að meðal annars [[stýrikerfi|stýrikerfum]], [[farsími|farsímum]] og [[hraðbanki|hraðbönkum]]. Tölvunotandi þurfi lykilorð til margra nota: til að skrá inn í tölvuna, ná í tölvupóst frá [[netþjónn|netþjónum]], opna [[forrit]], tengja [[gagnagrunnur|gagnagrunnum]] og [[tölvunet]]um, nota ákveðnar vefsíður eða jafnvel lesa [[dagblað|dagblöð]].
 
Þó að lykilorð séu notuð víða í daglegu lífi eru ókostarnir þeirra nokkrir: auðvelt er að giska á, stela eða gleyma þeim. Þar sem mikið öryggi þarf eru lykilorð oft notuð ásamt öðrum upplýsingum til að veita aðgang að einhverju kerfi, til dæmis hjá sumum [[heimabanki|netbönkum]] þarf að slá inn [[auðkennisnúmer]] með lykilorðinu. Sum fyrirtæki og skólar biðja tölvunotendurna sína um að breyta lykilorðum sínum á reglulegu millibili, t.d. á þriggja mánuða fresti. Oft eru reglur um lengd lykilorða og af hverjum stöfum þau mega samanstanda.
 
{{stubbur|tölvunarfræði}}