„Persónur í Gossip Girl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Selmam93 (spjall | framlög)
Lína 4:
Eftirfarandi persónur hafa leitt aðalsöguþráðinn og eru í þeirri röð sem þau birtast í kreditlistanum í hverjum þætti.
===Serena van der Woodsen===
[[Mynd:Blake_lively_gossip_girl.jpg‎|140px|thumb|Blake Lively fer með hlutverk Serenu van der Woodsen]]
Leikin af [[Blake Lively]]. Serena van der Woodsen er aðalstelpan í fína hverfinu og besta vinkona Blair Waldorf. Í fyrsta þættinum kemur hún heim úr heimavistarskóla í Connecticut en vinir hennar vita ekki af hverju hún kemur til baka, og ekki heldur hvers vegna hún yfirgaf Manhattan ári áður. Serena van der Woodsen er jarðbundin, miðað við aðra íbúa hverfisins, en hún virðist fá ástarsambönd (Dan, Nate) og tækifæri (tískumyndatökur) á silfurfati. Fortíð Serenu sem aðal partýstelpan verður til þess að hún yfirgefur Manhattan vegna dularfullra ástæðna. Endurkoma hennar er enn dularfyllri. Í fyrstu þáttaröðinni deilir hún við hatursfulla Blair og glímir við at vik með Nate og nýtt ástarsamband við Dan. Ástarsamband hennar við Dan þarf fyrst að ganga í gegnum endurkomu bestu vinkonu hans, Vanessu, og Serenu og Vanessu, hvernig Dan tekur hinni eiginlegu Serenu og því formlega samfélagi sem hún býr í. Samband þeirra endar í brúðkaupi móður hennar og Bart Bass vegna fyrrum vinkonu Serenu, Georginu. Í annarri þáttaröðinni reyna Dan og Serena að endurlífga samband sitt en þau þurfa að horfast í augu við það þau geta ldrei verið saman, Dan á í sambandi við aðra stelpu og lendir í hneyksli með kennara og þau komast að því að foreldrar þeirra eiga barn saman. Í þessari þáttaröð tekur mamma Serenu, Lily, Chuck Bass að sér og verður hann stjúpbróðir Serenu. Hún yfirgefur Manhattan yfir sumartímann og snýr aftur í þriðju þáttaröðinni sem stórstjarna. Hún var með Nate en ákvað að hætta með honum. Sernea fór til Parísar með bestu vinkonu sinni, Blair, til að reyna að finna sjálfa sig og ákveða hvort hún vilji vera með Nate eða Dan. Þegar hún kemur til baka eru þeir báðir í föstu sambandi. Serena ákveður að skrá sig í Columbia. Á fyrsta árinu sínu í Colubmia þurfti hún að glíma við mikið; samnemanda að nafni Juliet Sharp sem reynir að eyðileggja líf hennar, fölsuð undirskrift móður sinnar sem sendi enskukennarann hennar í þriggja ára fangelsi svo Serena gæti snúið aftur í Constance skólann, yngri bróðir hennar, Eric, verður aftur þunglyndur og frænka hennar, Charlie, sem er í rauninni stúlka að nafni Ivy sem ráðin var af Carol Rhodes, til að halda Lily frá raunverulegri dóttur sinni og ná í peninga frá henni á meðan Ivy "Charlie" féll fyrir Dan, en langaði síðan að taka eigið líf eftir að hafa ekki tekið lyfin sín.
 
===Blair Waldorf===
[[Mynd:Leighton_meester_gossip_girl.jpg|140px|thumb|left|Leighton Meester leikur Blair Waldorf]]
Leikin af [[Leighton Meester]]. Blair Cornelia Waldorf er drottning félagslífs Manhattan og Constance Billard menntaskólans. Hún er einkabarn og kynnt sem dóttir fráskilinnar móður sem er fatahönnuður og samkynhneigðs föður og hefur hún verið kærasta Nate Archibald til langs tíma, þó að hún hafi fallið fyrir besta vini hans, Chuck Bass. Blair er oft lýst sem hrokafullri, grunnhygginni, gáfaðri og slóttug. Þrátt fyrir að vera stíf og hafa litlar áhyggjur af því sem er í kringum hana, hefur hún "unnið fyrir öllu sem hún hefur fengið", ólíkt Serenu, og þrátt fyrir að vera snobbuð er hún góð vinkona og lítur alltaf vel eftir þeim sem henni þykir vænt um. Blair þarf að horfast í augu við hrörnandi samband hennar og Nates og nýtt samband við Chuck í fyrstu þáttaröðinni á meðan hún þarf að endurheimta stöðu sína sem "Queen Bee" eftir valdabaráttu við Jenny Humphrey. Chuck skilur hana eina eftir um sumarið og það gefur henni tíma til að eiga í stuttu sambandi við breskan hefðarmann í annarri þáttaröðinni. Samband hennar við Chuck breytist þegar hann reynir að fá hana aftur og hún reynir að viðurkenna tilfinningar sínar í garð hans, en hún verður þreytt á öllu sem tengist menntaskóla þar til umsókn hennar í Yale er stofnað í hættu. Höfnun á inngöngu í Yale breytir lífsáætlun hennar og tekur hún aftur upp samband við Nate í von um að komast aftur á rétta braut, en hún áttar sig á því að honum var aðeins ætlað að vera "menntaskólakærastinn" hennar. Við lok annarrar þáttaraðarinnar hafa Blair og Chuck hafið ástarsamband sem heldur áfram inn í næstu þáttaröð og verður að algjörri ringulreið í lokin. Fjórða þáttaröðin sýnir Blair þar sem hún reynir að taka á tilfinningum sínum í garð Chuck og Dans, og vilja hennar til að vera framakona en prinsinni Louis veitir henni þau tækifæri, en ást hans þýðir að hún þarf að sleppa takinu af Chuck.
 
===Dan Humphrey===
[[Mynd:Penn_badgley_gossip_girl.jpg|140px|thumb|Penn Badgley fer með hlutverk Dan Humphrey]]
Leikinn af [[Penn Badgley]]. Daniel "Dan" Humphrey er sonur Rufusar Humphrey, rokkstjörnu sem opnaði listagallerí, og Allison Humphrey. Hann er eldri bróðir Jenny Humphrey. Hann hittir Serenu van der Woodsen fyrst í partýi þar sem hún virtist vera sú eina sem talaði við Dan, þegar hún heilsaði honum. Hann verður strax ástfanginn af Serenu og er honum sökkt inn í heim hennar þegar hann fer að ganga í St. Jude's skólann. Dan vill verða rithöfundur og tileinkar fyrsta ljóðið sitt Serenu og verður seinna aðstoðarmaður frægs rithöfundar. Hann dreymdi upphaflega um að fá inngöngu í Dartmouth-háskólann, en ákvað síðar að reyna að komast inn í Yale, þar sem þar væri betri ensku-deild. Nýleg sambandsslit hans við Serenu veldur breytingum í samböndum hans við konur, en hann ber enn tilfinningar til hennar, sem leiðir til þess að Serena hættir með Aaron og þau endurnýja samband sitt þar til þau komast að því að foreldrar þeirra eiga barn saman. Hann verður síðan þátttakandi í skandal sem inniheldur kennarann Rachel Carr, sem endar að lokum samband þeirra í síðasta sinn. Hann gengur nú í NYU eftir að hafa tapað peningum sínum í peningasvindli sem innihélt Poppy Lifton og nýjan kærasta Serenu, Gabriel Edwards. Samband Rufusar og Lilyar leiðir að lokum til hjónabands og er Dan fljótur að tileinka sér hinn auðuga lífstíl fjölskyldunnar. Dan verður þekktur meðal nýnemanna í NYU - ólíkt Blair sem verður útskúfuð úr félagslífinu - og byrjar Dan með Hollywood leikkonunni Oliviu Burke. Þau hætta saman þegar Olivia sér að Dan og Vanessa bera tilfinningar til hvors annars. Í fjórðu þáttaröðinni byrjar Dan að eyða tíma með Blair og verða þau nánir vinir.
 
===Nate Archibald===
[[Mynd:Chace_crawford_gossip_girl.jpg‎|140px|thumb|left|Chace Crawford er Nate Archibald]]
Leikin af [[Chace Crawford]]. Nathaniel "Nate" Archibald er fastur á milli Serenu og Blair, en hann á rómantíska sögu með þeim báðum. Hann er "gullni-drengurinn" en hefur þó oft þurft að taka mikilvægar ákvarðanir. Besti vinur hans er Chuck Bass. Eftir að sambandi hans við Blair lýkur á hann í stuttu ástarsabandi við Vanessu Abrams. Þegar faðir hans neyðist til að flýja [[New York]] undan Alríkislögreglunni (FBI), byrjar Nate ástarsamband við eldri gifta konu, hertogynjuna Catherine Mason Beaton. Sambandið breytist fljótlega í sáttmála um kynlíf fyrir peninga þegar reikningar Archibald-fjölskyldunnar eru frystir. Frosnu reikningarnir verða til þess að hann flytur tímabundið til Humphrey-fjölskyldunnar. Hann verður hrifinn af Jenny, en sú hrifning verður aldrei að ástarsambandi. Í annarri þáttaröðinni lætur hann reyna á samband við Vanessu en þegar Nate kemst aftur í samband við afa sinn, hrörnar sambandið og hann hættir að lokum með Vanessu fyrir Blair. Þau hætta fljótlega saman og hann fer í ferð um Evrópu það sumar. Hann snýr aftur í þriðju þáttaröðinni og á þá í "Rómeó & Júlíu"-sambandi við Bree Buckley en að lokum er hann notaður af Bree til að ná hefndum á Carter Baizen sem endar samband þeirra í brúðkaupi Rufusar og Lilyar. Hann átti einnig í sambandi við Rainu Thorpe í fjórðu þáttaröðinni.
 
===Chuck Bass===
[[Mynd:Ed_westwick_gossip_girl.jpg|150px|thumb|Ed Westwick fer með hlutverk Chuck Bass]]
Leikinn af [[Ed Westwick]]. Charles Bartholomew "Chuck" Bass er tortrygginn, veraldarvanur, myndarlegur og heillandi. Chuck er ekki hræddur við að lifa lífinu fram á ystu nöf. Hann hefur verið besti vinur Nates síðan í barnæsku en orðspor hans sem kvennamaður gerir þá að algjörum andstæðum. Hann er einkasonur Bart Bass og því er haldið fram að móðir hans sé dáin (dó við barnsburð). Í fyrstu er hann sýndur sem "slæmi strákurinn" í hópnumm en Chuck sýnir fljótlega á sér betri hlið þegar hann lánar Nate 10.000 dali til að ná sér upp úr spilaskuldum, verður ástfanginn af Blair, og er góður stjúpbróðir Serenu og Erics. Hann og Blair verða loksins par við lok fyrstu þáttarðar, en óöryggi Chucks og ótti við að hleypa einhverjum nálægt sér verða til þess að hann skilur Blair eftir á þyrlupalli þegar þau ætla í ferð til Evrópu. Í annarri þáttaröðinni snúast gjörðir Chuck aðallega um að vinna Blair, að átta sig á hver hann er og berjast við djöfla sína, dauða föðurs síns og að berjast við illgjarna frænda sinn, Jack Bass. Lily tekur hann fljótlega að sér og verður hún lögráðamaður hans og stjúpmóðir til að bjarga fyrirtæki föður hans, Bass Industries (B.I.) frá Jack. Við lok annarrar þáttaraðar segir Chuck Blair loksins að hann elski hana og þau kyssast. Þriðja þáttaröðin byrjar á því að Chuck og Blair eru í leikjum til að halda sambandi sínu áhugaverðu og Chuck fer að reyna að koma sér úr skugga föður síns. Hann finnur líffræðilega móður sína, en treystir henni ekki strax. Hún er vissulega móðir hans, en lýgur og segist ekki vera það eftir að hún svíkur hann með því að vera í samráði við Jack Bass, en þau höfða mál gegn Chuck of taka af honum hótelið hans. Chuck gerir samning við Jack um eigendaskipti hótelsins fyrir kynlíf með Blair og platar hana síðan til að vera með í því. Jack segir Blair allt, hún hættir með Chuck þrátt fyrir að hann segi að hún hafi gert það sjálfviljug. Þau sættast um stund við lok þáttaraðarinnar og Chuck er við það að biðja hennar þegar Dan segir frá því að Chuck hafi sofið hjá Jenny. Blair segir honum þá að hún vilji aldrei tala við hann aftur, og Chuck fer til Prag og er skotinn þegar hann reynir að verja trúlofunarhringinn. Honum er bjargað af Evu, ungri franskri konu sem nær að halda dökkum persónuleika hans í skefjum, þar til hin öfundsjúka Blair rekur hana frá New York. Chuck leitar hefnda og byrjar að hrella fyrrum ástkonu sína við hvert tækifæri, en það plan leiðir þau saman að lokum. Þau hætta þó saman vegna þess að þeim finnst þau þurfa að þroskast í sitthvoru lagi og ákveða að bíða eftir hvoru öðru en Chuck byrjar með Rainu Thorpe og Blair byrjar með Louis prins. Þegar Chuck fréttir að trúlofun Blair og Louis verður hann bálreiður og brýtur glugga og meiðir auk þess Blair, og sýnir þar með sína dökku hlið. Í fimmtu þáttaröðinni gerir hann allt til að reyna að finna til, en ekkert virkar. Að lokum tekst honum þó að breytast til hins betra.