„Víkingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Þessi ártöl eru þó ekki fastnjörvuð niður því það fer dálítið eftir löndum hvaða aldir eru einkum taldar einkennast af víkingum og menningu þeirra. Þannig er í Bretlandi oftast rætt um Víkingaöld frá árinu 793 til 1066, á Íslandi er miðað við 800 til ársins 1170, í Frakklandi er Víkingaöldin enn skemmri eða frá um 830 til 900 en í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum er miðað við ártölin 750 til elleftu aldar.
 
Hugmyndir manna um hverjir víkingarnir voru eru ekki að öllu leyti samhljóma. Sumir telja að allir norrænir menn hafi verið víkingar þar sem orðið víkingasamfélag sé samheiti yfir þau norrænu samfélög sem stóðu með hvað mestum blóma á fyrrnefndum tímaskeiðum. Þessi skilningur orðsins er ef til vill af ensk-amerískum uppruna og samræmist illa fornri merkingu orðsins „víkingur“.<ref>Gunnar Karlsson. „Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?“. Vísindavefurinn 30.4.2007. http://visindavefur.is/?id=6617. (Skoðað 29.12.2011).</ref><ref>Sverrir Jakobsson. „Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?“. Vísindavefurinn 13.7.2001. http://visindavefur.is/?id=1789. (Skoðað 29.12.2011).</ref> Aðrir halda því fram að Víkingar hafi aðeins verið þeir menn sem lögðu í víking og að því hafi í raun fæstir norrænir menn verið eiginlegir víkingar. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um uppruna og merkingu orðsins víkingur og helgast skilningur manna á orðinu ef til vill nokkuð af því hversu víða skýrskotun menn vilja gefa því. Hafi víkinhgarvíkingar verið einvörðungu þeir sem lögðust í víking má ef til vill rekja merkingu orðsins til þess að þeir hafi gert árásir sínar í víkum eða jafnvel setið í launsátri í víkum og þannig náð að koma óvinum sínum á óvart með skyndiáhlaupi. Þá er hugsanlegt að víkingarnir séu þeir sem áttu fyrst og fremst heimaslóð í víkum, enda sennilega flest bú norrænna manna staðsett í víkum í fjörðum.
 
Víkingar geta hins vegar líka verið þeir sem fluttust búferlum og settust að í öðrum löndum, ýmist með landnámi eins og á Íslandi eða með því að þeir tóku sér bústað meðal annarra þjóða. Þannig eru víkingar afkomendur norrænna þjóða sem hafa flust búferlum og haft menningarleg áhrif á því landsvæði sem þeir hafa tekið sér upp nýja búfestu.