„Munkaþverá“: Munur á milli breytinga

m
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|Kirkjan á Munkaþverá, reist árið 1844. '''Munkaþverá''', áður '''Þverá''', er bær og kirkjustaður í Eyjafjarðarsveit og ei...)
 
mEkkert breytingarágrip
[[Munkaþverárklaustur]] var stofnað árið [[1155]] af [[Björn Gilsson|Birni Gilssyni]] Hólabiskupi og stóð fram um [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskipti]]. Þá var klaustrið lagt af og eignir þess féllu undir konung en [[Lögmaður|lögmenn]] og ýmsir höfðingjar og stórbændur bjuggu þar oftast. Á meðal þeirra má nefna [[Björn Benediktsson ríki|Björn Benediktsson]] ríka sýslumann, son hans [[Magnús Björnsson (lögmaður)|Magnús Björnsson]] lögmann, sem talinn var auðugastur Íslendinga á sinni tíð, og [[Sveinn Sölvason|Svein Sölvason]] lögmann.
 
Núverandi kirkja á Munkaþverá var reist af [[Þorsteinn Daníelsson|Þorsteini Daníelssyni]] á [[Skipalón]]i árið [[1844]] og er sérstætt [[klukknaport]] framan við hana. ÁSunnan Munkaþverávið kirkjugarðinn er minnismerki um [[Jón Arason|Jón biskup Arason]], sem ólst þar upp á staðnum að nokkru leyti undir handarjaðri [[Einar Ísleifsson|Einars Ísleifssonar]] ábóta, sem var ömmubróðir hans. Í kirkjugarðinum er reitur sem kallast ''Sturlungareitur'' og er sagt að þar hafi verið grafnir þeir [[Sturlungar]] sem féllu í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] árið [[1238]], svo og einhverjir sem féllu í bardaganum á [[Þverárfundur|Þveráreyrum]] [[1255]].
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000527493|titill=„Nokkrar kynslóðir kirkna og klausturhúsa á Munkaþverá“. ''Árbók hins íslenska fornleifafélags'', 93. árgangur, 1996-1997.}}
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3743321|titill=„Byggt og búið í gamla daga X“. ''Tíminn'', 23. desember 1973.}}
 
[[Flokkur:Eyjafjarðarsveit|Eyjafjarðarsýsla|Kirkjustaðir í Eyjafjarðarsýslu]]
7.517

breytingar