„Karlamagnús“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vagobot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (robot Bæti við: ia:Carolo Magne
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
 
=== Stríð ===
Karlamagnús mun snemma hafa tekið sér fyrir hendur að treysta ytri mörk ríkisins, kristna nágranna sína og hertaka ný lönd. Fyrsta verkefni hins unga konungs var að hertaka Akvitaníu (syðst í nútíma [[Frakkland]]i) en þar hafði Húnold hertogi gert uppreisn gegn konungi. Í átökunum náði Karl ekki aðeins Akvitaníu, heldur einnig Gascoigne. Þannig mynduðust núverandi landamæri Frakklands og Spánar. Næst sneri Karl sér að söxum í norðri. Þangað fór hann fyrst árið [[772]] en þetta mun hafa verið erfiðasta verkefnið sem hann tók sér fyrir hendur. Alls varði Karl 30 árum ævi sinnar í að hertaka lönd saxa í nokkrum leiðangrumleiðöngrum. KarlHonum var ekki aðeins umhugað um að ná löndum þeirra, heldur réðistréðst hann í að kristna saxaþá. Í þeim tilgangi var borgin [[Hamborg]] stofnuð og var hún lengi vel miðstöð kristniboðsins í norðri. Á meðan saxastríðin stóðu yfir fór Karl í herleiðangra í aðra hluta ríkis síns. [[773]] fór hann suður [[Alpafjöll]] og herjaði á langbarða. Ári síðan náðu frankar höfuðborg þeirra, [[Pavia]]. Karl setti síðasta langbarðakonunginn, Desideríus, af og útnefndi sjálfan sig sem konung langbarða. Hann sótti alla leið til [[Róm]]ar og gerði samning við páfa þar sem páfagarður fékk að halda þeim löndum sem [[Pípinn II]], forfaðir Karlamagnúsar, hafði gefið páfa. Sökum mikillar velgengni sinnar ákvað Karl nú að ráðast inn í Spán og herja á mára. Sá leiðangur var farinn [[778]] en var misheppnaður. Frankar náðu að leggja eyða [[Pamplona]] og komast alla leið suður til [[Saragossa]]. En í orrustunni við Roncesvalles í [[Pýreneafjöll]]um biðu frankar mikinn ósigur og hvarf Karl þá aftur í ríki sitt. Þetta var eina stóra orrustan sem Karl tapaði á langri ævi sinni. Sagan segir að á leið sinni norður Pýreneafjöll hafi Karl stofnað hertogadæmið [[Andorra]]. Það er þó óvíst. Árið [[788]] var [[Bæjaraland]] innlimað frankaríkinuí frankaríkið. Bæjaraland hafði verið óháð hertogadæmi fram að þessu. Karl hertók einnig Austurmörkina (núverandi [[Austurríki]]) og setti þar upp nýtt hertogadæmi til varnar avörum frá austri.
 
=== Keisari ===