„Fiskeldi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: si:ජලජීවී වගාව; útlitsbreytingar
Lína 1:
[[Mynd:Delta_Pride_Catfish_farm_harvest.jpg|thumb|right|Fiskur sóttur úr kvíum í [[Mississippifljót]]i í [[BNA|Bandaríkjunum]].]]
'''Fiskeldi''' er oft notað sem samheiti yfir enska orðið ''aquaculture'', þó í raun eigi það betur við eitt form þess (''e. fish farming''). Þó er samkvæmt íslenskum [[lög]]um fiskeldi skilgreint sem geymsla, gæsla og fóðrun [[Fiskur | vatnafiska]], annarra vatnadýra og [[Nytjastofnar sjávar | nytjastofna sjávar]], [[Klakeldi | klak-]] og [[seiðaeldi]], hvort sem er í [[Salt | söltu]] eða ósöltu vatni.<ref name=alth> Alþingi. (2008). ''Lög um fiskeldi nr. 71/2008''. Sótt 8. apríl 2009 af [http://www.althingi.is/altext/135/s/1198.html Althingi.is].</ref>
 
Menn hafa alið vatnadýr frá örófi alda, þar með talið fiska, [[lindýr]], [[krabbadýr]] og [[Jurt | plöntur]]. Árið [[2006]] var heildarframleiðsla í heiminum (veiddur [[afli]] og ræktaður, að plöntum undanskildum) um 140 milljón [[tonn]], og þar af stendur fiskeldi undir um 35% framleiðslunnar. Ef aðeins er skoðaður hlutinn er fer beint til manneldis, breytist þetta hlutfall í hátt í 50%.<ref> FAO. (2008). ''State of World Aquaculture 2008''. Sótt 10. apríl 2009 af [ftp://ftp.fao.org/docrep/fao/011/i0250e/i0250e.pdf FAO.org] (bls. 3).</ref>
Mikil aukning hefur átt sér stað í fiskeldi í heiminum og eru eldisafurðir nú algengar og áberandi á alþjóðlegum [[Markaður | mörkuðum]]. Eldisafurðir eru í beinni samkeppni við afurðir frá hefðbundnum [[Fiskveiðar | fiskveiðum]].
 
=== Stríðeldi og strjáleldi ===
Hægt er að skipta fiskeldisframleiðslu gróflega í þrjá hluta; strjáleldi, hálf-stríðeldi og stríðeldi.
 
[[Strjáleldi]] (''e. extensive'') fer yfirleitt fram í meira eða minna tilbúnum [[Tjörn | jarðtjörnum]] eða [[lón]]um af ýmsum stærðum. Það er algengasta eldisformið í heiminum, einkum í heitari [[Land | löndum]]. Strjáleldi byggir á að skapa eldistegund rétt umhverfisskilyrði, en [[lífvera]]n er síðan látin sjálfala að miklu eða öllu leyti, þar til [[sláturstærð]] er náð. Fiskinum er ætlað að éta [[dýrasvif]] og plöntur sem vaxa í tjörninni. Mikilvægt að hlutfall stofnstærðar lífveru (upphafsfjöldi) og fæðuframboðs í [[vatn]]inu sé rétt.
 
[[Hálf-stríðeldi]] (''e. semi-intensive'') er nokkurs konar strjáleldi, en þó er reynt að örva og auka [[Framleiðsla | framleiðsluna]] með fóðrun og umhverfisbætandi aðgerðum. Þá er fóðrað með tilbúnu [[Fóður| fóðri]] eða [[Úrgangur | úrgangi]] (t.d. [[Afskurður | afskurði]] eða jafnvel plöntum) . Einnig gæti verið reynt að hafa áhrif á stofnstærð eða samsetningu í eldinu.
 
Í [[stríðeldi]] (''e. intensive'') er fjölda lífvera haldið þétt saman á tiltölulega afmörkuðu svæði ( [[Ker | kerum]]/ [[Kví | kvíum]] o.s.frv.). Þar er reynt að aðlaga umhverfið að þörfum [[tegund]]arinnar og nýta það sem best. Reynt er að örva [[Vöxtur | vöxt]] með fóðurgjöf og öðrum aðgerðum til að keyra framleiðsluna áfram. Þessi leið er gríðarlega kostnaðarsöm og [[Orka | orkuþörfin]] er mikil, öfugt við strjáleldi.<ref name= mfe>Jennings, S., Kaiser, M. og Reynolds, J. (2008). ''Marine Fisheries Ecology ''(7. útgáfa). United Kingdom: Blackwell Science Ltd. (bls. 313-314).</ref>
 
=== Eineldi og fjöleldi ===
Lína 19:
[[Fjöleldi]] (''e. polyculture'') er algengast í jarðtjörnum eða í strjáleldi. Þar eru tvær eða fleiri tegundir aldar saman í sömu eldiseiningunni. Þá er t.d. ein tegund sem étur úrgang annarrar eða rántegund sem heldur földa annarrar tegundar í skefjum. Einnig hefur færst í vöxt að blanda saman fiskeldi og plönturækt. Fiskurinn bætir næringarefnum í eldisvatnið sem nýtt er á plönturnar.<ref name=mfe />
 
=== Fleiri form eldis ===
Enn er hægt að skipta fiskeldi niður í mismunandi form. Þau helstu eru eftirfarandi:
* [[Kvíaeldi]]: Fiskeldi í netkvíum (netbúrum) í fersku vatni eða söltu.
* [[Landeldi]]: Eldi fiska til slátrunar í tönkum eða kerjum á landi með afrennsli í ferskvatn.
* [[Sjókvíaeldi]]: Eldi á fiski í netbúrum sem komið er fyrir í [[Haf | sjó]] eða söltu vatni.
* [[Heilsárseldi]]: Hefðbundið eldi í sjókvíum frá 50 gramma göngustærð upp í markaðsstærð.
* [[Strandeldi]]: Eldi fiska til slátrunar í tönkum eða kerum á landi með afrennsli í sjó.
* [[Skiptieldi]]: Eldi á fiski í strandeldi upp í 250–1.000 grömm og framhaldseldi í sjókvíum upp í markaðsstærð.
* [[Hafbeit]]: Slepping [[Gönguseiði | gönguseiða]] til [[Sjóganga | sjógöngu]] og föngun þeirra sem fullvaxta fiska á sleppistað þegar þeir ganga úr sjó í ferskt vatn, annaðhvort til slátrunar eða flutnings í annað veiðivatn til endurveiða.<ref name=alth />
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
 
 
 
[[Flokkur:Fiskeldi| ]]
Lína 59 ⟶ 56:
[[ro:Piscicultură]]
[[ru:Рыбоводство]]
[[si:ජලජීවී වගාව]]
[[simple:Fish farm]]
[[sv:Fiskodling]]