„Sjávarföll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rezabot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: sq:Batica dhe zbatica
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
'''Sjávarföll''' eru ris og hnig [[Haf|sjávar]] á [[jörðin]]ni, til komin vegna [[Þyngdarkraftur|þyngdarkrafta]] [[tungl]]s og [[Sólin|sólar]] sem toga í jörðina. Hugtakið nær yfir bæði flóð, sem er hækkun á yfirborði sjávar, og fjöru, þar sem yfirborðið lækkar. Yfirleitt gætir flóðs og fjöru tvisvar sinnum á [[Sólarhringur|sólarhring]] á hverjum punkti jarðar. Þar sem þyngdarkraftur sólar á yfirborði jarðar er aðeins helmingur á við þyngdarkraft tunglsins, skiptir staða tunglsins mestu máli þegar sjávarföll eru skoðuð. Tunglið togar þannig í sjóinn á þeirri hlið jarðar, sem snýr að því. Á fjærhlið jarðar þrýstist sjórinn hins vegar út vegna [[Miðflóttakraftur|miðflóttakrafts]], sem er til kominn vegna snúnings jarðar-tunglkerfisins um sameiginlega [[Massamiðja|massamiðju]].
sjávarföll eru líka hjá fossum þegar sjór eða vatn dettur niður sjávar(sjór) föll(detta) svo það er góð staðreynd
 
Mesti munur flóðs og fjöru á jörðinni er við [[Fundyflói|Fundyflóa]] í [[Kanada]] en þar flæðir sjórinn inn þröngan [[Flói|flóann]] á flóði og hækkar yfirborð sjávar um 12 metra. Sjávarfalla gætir hins vegar lítið sem ekkert í innhöfum eins og [[Miðjarðarhaf]]inu, [[Eystrasalt]]inu og [[Karabíska hafið|Karabíska hafinu]]. Er það vegna þess að tilkoma sjávarfalla einskorðast ekki aðeins við þyngdarkraft tungls og sólar heldur skipta aðrir þættir máli, eins og yfirborð sjávarbotnsins, tenging innhafa yfir í úthöfin og [[veður]]far.