„Atviksorð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 194.144.249.2 (spjall), breytt til síðustu útgáfu JAnDbot
Lína 1:
'''Atviksorð''' {{skammstsem|ao.}} eru [[smáorð]] sem beygjast hvorki í [[fallbeyging|falli]] né í [[tíðbeyging|tíðum]] (óbeygjanleg) og lýsa því oft hvernig, hvar eða hvenær eitthvað gerist.<ref name="skola">[http://www.skolavefurinn.is/_opid/islenska/vanda_malid/kynning/hugtakaskyringar_malfraedi_kynning.html Hugtakaskýringar - Málfræði]</ref> Þau líkjast [[lýsingarorð]]um<ref>http://www.ma.is/ismal/malfraedi/obeygdord/default.htm Atviksorð líkjast lýsingarorðum en eru allt annars eðlis.</ref> enda hafa atviksorð þá sérstöðu á meðal smáorða að sum atviksorð [[stigbreyting|stigbreytast]]<ref name="skola"/> (eins og ''‚aftur - aftar - aftast‘; ‚lengi - lengur - lengst‘; ‚inn - innar - innst‘; ‚vel - betur - best‘''), en eru þau þó annars eðlis en lýsingarorð. Fyrir utan stigbreytinguna eru þau óbeygjanleg eins og önnur smáorð. Oft eru atviksorð „stirðnuð“ föll, gamlir [[Aukafallsliður|aukafallsliðir]], og stundum álítamál hvernig greina skuli. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1579486 Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1983]</ref>
Atviksorð eru cool!
 
KEVINBAUWZ ;D
== Meginhlutverk atviksorða ==
Meginhlutverk atviksorða er að standa með [[sagnorð|sögnum]], [[lýsingarorð]]um eða öðrum atviksorðum og skerpa eða að greina nánar um merkingu setningarinnar, eða orðanna sem þau standa með. Atviksorð standa '''ekki''' með [[nafnorð]]um.
 
=== Að standa með sögnum ===
Atviksorð standa oftast með [[sagnorð|sögnum]] til að þrengja eða tilgreina nánar merkingu þeirra.
 
*''Hún les '''illa'''.'' (hér stendur atviksorðið 'illa' með [[sagnorð]]i 'lesa')
*''Þú hefur lesið bókina '''vel'''.'' (hér stendur atviksorðið 'vel' með [[sagnorð]]inu 'lesa')
*''Mér gekk '''vel'''.'' (hér stendur atviksorðið 'vel' með [[sagnorð]]inu 'ganga')
 
=== Að standa með lýsingarorðum ===
Atviksorð geta staðið með [[lýsingarorð]]um og skerpt eða ákvarðað nánar merkingu þeirra.
 
*''Hann var '''óskaplega''' góður.'' (hér stendur atviksorðið 'óskaplega' með [[lýsingarorð]]inu 'góður')
*''Hún amma mín var '''óskaplega''' skemmtileg kona.'' (hér stendur atviksorðið 'óskaplega' með [[lýsingarorð]]inu 'skemmtileg')
 
=== standa með öðrum atviksorðum ===
Atviksorð geta staðið með öðrum atviksorðum og ákvarðað enn frekar eða kveðið nánar á um merkingu þeirra.
*''Þér gekk '''ákaflega illa'''.'' (hér stendur atviksorðið 'ákaflega' með [[atviksorð]]inu 'illa')
*''Þú heyrðir '''rosalega illa'''.'' (hér stendur atviksorðið 'rosalega' með [[atviksorð]]inu 'illa')
*''Ég heyri '''ekki vel'''.'' (hér stendur atviksorðið 'ekki' með [[atviksorð]]inu 'vel')
*''Mér fannst þú lesa þetta '''ákaflega illa'''.'' (hér stendur atviksorðið 'ákaflega' með [[atviksorð]]inu 'illa')
 
== Flokkun atviksorða ==
Atviksorð lýsa ekki hlutum en ákveða nánar hvar, hvernig, hvenær, hve oft o.s.frv. eitthvað er eða gerist:
 
*'''Tíðaratviksorð''' kveða nánar á um tíma sagnarinnar, þ.e. segja til um hve oft eða hvnær eitthvað gerist og standa tíðaratviksorð á eftir sögn í [[persónuháttur|persónuhætti]]. Tíðaratviksorð geta líka staðið á eftir [[aðalsögn]]inni eða andlagi hennar.
*: ''aldrei, alltaf, ávallt, áður, bráðum, stundum, lengi, nú, núna, nýlega, seinna, þá, ætíð'' o.s.frv.
*:: ''Stelpan hefur '''oft''' farið í bíó.''
*:: ''Ég get komið '''strax'''.''
*:: ''Hann borðaði matinn '''áðan'''.''
*'''Staðaratviksorð''' (svarar spurningunni ''hvar''/''hvert'')
*: ''frammi, fram, heim, heima, hér, hérna, inni, niður, hingað, inn, út, víða, uppi, úti, þar, þarna'' o.s.frv.
*'''Háttaratviksorð''' (svarar spurningunni ''hvernig'')
*: ''afar, fljótt, hratt, hægt, illa, lítt, mjög, svo, svona, vel, þannig'' o.s.frv.
*'''Spurnaratviksorð''' (notuð í spurningum)
*: ''hvaðan, hvar, hvenær, hví, hvernig, hve, hvert, hversu''.
*'''Áhersluatviksorð''' (standa ávallt með öðru atviksorði eða lýsingarorði og segja til um ''magn'')
*: ''afar, býsna, fremur, frekar, harla, mjög, ofsalega'' o.s.frv.
 
Nokkur ao. standa utan allrar flokkunar; t.d. ''ekki, já, nei, einnig, líka'' o.s.frv.
 
Atviksorð verður oftast að [[forsetning]]u þegar það stýrir falli en fallstýring er ekki hlutverk atviksorða. Hvorugkyn [[lýsingarorð]]a verður oft að atviksorði.
 
== Atviksorð og lýsingarorð ==
 
Þótt atviksorðum svipi til [[lýsingarorð]]a er setningarleg staða þeirra ólík, enda laga atviksorð sig ekki að [[fallorð]]i en það gera lýsingarorð. Með því að breyta tölu fallorðsins eða [[kyn (málfræði)|kyni]] má greina hvort vafaorðið lagi sig að fallorðinu eða ekki.
 
*''Dæmi:''
*: Setningunni ‚''hún málaði vegginn '''rauðan'''''‘ er breytt í
*: ‚''hún málaði veggina '''rauða'''''‘
*:: vafaorðið hér (rauðan → rauða) breytist með fallorðinu og er því lýsingarorð.
*''Dæmi:''
*: Setningunni ‚''barnið læddist '''hljótt'''''‘ er breytt í
*: ‚''börnin læddust '''hljótt'''''‘
*:: vafaorðið hér (hljótt→ hljótt) breytist ekki og er því atviksorð.
 
Algengt er að atviksorð hafi endinguna ''-lega'' (‚fallega‘, ‚bráðlega‘, ‚seinlega‘). Ef hægt er að setja endinguna ''-lega'' á vafaorðið án þess að merking setningarinnar afbakist er það oftast atviksorð.
 
*''Dæmi:''
*: Setningunni ‚'''''Seint''' gengur að komast af stað''‘ er breytt í
*: ‚'''''Seinlega''' gengur að komast af stað''‘
*:: Merking setningarinnar breytist ekki, og því er vafaorðið (‚''seint''‘) atviksorð.
 
== Tengt efni ==
*[[Töluatviksorð]]
*[[Atviksliður]]
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
== Heimildir ==
* {{bókaheimild|höfundur=Bjarni Ólafsson|titill=Íslenskur málfræðilykill|útgefandi=Mál og menning|ár=1995|ISBN=ISBN 9979-3-0874-5}}
* {{bókaheimild|höfundur=Björn Guðfinnson|titill=Íslensk málfræði|útgefandi=Námsgagnastofnun|ár=án árs}}
* {{bókaheimild|höfundur=Þórunn Blöndal|titill=Almenn málfræði|útgefandi=Mál og menning|ár=1985}}
* [http://nemendur.khi.is/jonsjoha/ao.htm Atviksorð.]
* [http://www.ma.is/islenska/ISL202/kennsluefni/malfraedi/smaord.htm Fjallað um smáorð.]
* [http://www.ma.is/ismal/malfraedi/obeygdord/default.htm Atviksorð.]
<references/>
 
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1721552 ''Íslenskt mál''; grein í Morgunblaðinu 1990]
 
[[Flokkur:Málfræði]]
[[Flokkur:Orðflokkar]]
 
[[ast:Alverbiu]]
[[az:Zərf (nitq hissəsi)]]
[[bg:Наречие]]
[[br:Adverb]]
[[bs:Prilozi]]
[[ca:Adverbi]]
[[cs:Příslovce]]
[[cv:Наречи]]
[[da:Biord]]
[[de:Adverb]]
[[el:Επίρρημα]]
[[en:Adverb]]
[[eo:Adverbo]]
[[es:Adverbio]]
[[et:Määrsõna]]
[[fa:قید]]
[[fi:Adverbi]]
[[fy:Bywurd]]
[[gd:Co-ghnìomhair]]
[[gl:Adverbio]]
[[gu:ક્રિયાવિશેષણ]]
[[hr:Prilozi]]
[[hu:Határozószó]]
[[ia:Adverbio]]
[[id:Adverbia]]
[[ja:副詞]]
[[jv:Tembung katrangan]]
[[kk:Үстеу]]
[[ko:부사]]
[[la:Adverbium]]
[[ln:Lilandi]]
[[lt:Prieveiksmis]]
[[lv:Apstākļa vārds]]
[[ml:ക്രിയാവിശേഷണം]]
[[nl:Bijwoord]]
[[nn:Adverb]]
[[no:Adverb]]
[[os:Фæрсдзырд]]
[[pl:Przysłówek]]
[[pnt:Επίρρημαν]]
[[pt:Advérbio]]
[[qu:Hinarimana]]
[[ro:Adverb]]
[[ru:Наречие]]
[[sh:Prilog (gramatika)]]
[[simple:Adverb]]
[[sk:Príslovka]]
[[sl:Prislov]]
[[sr:Прилози]]
[[sv:Adverb]]
[[ta:வினையுரிச்சொல்]]
[[tl:Pang-abay]]
[[tr:Belirteç]]
[[uk:Прислівник]]
[[vi:Trạng từ]]
[[wa:Adviebe]]
[[war:Adberyo]]
[[yi:אדווערב]]
[[zh:副詞]]