„Taugadeildin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Arnór hætti snemma vors 1980 og gekk þá Óðinn Guðbrandsson til liðs við hljómsveitina sem gítarleikar. Einnig gekk hljómborðsleikarinn Þorsteinn Hallgrímsson í Taugadeildina og trommuleikarinn Kormákur Guðbrandsson, en fram að því hafði hljómsveitin notast við trommuheilann Elísabetu I. Egill Lárusson gekk svo í hlómsveitina sem söngvari og þannig skipuð var hún lengst af.
 
Taugadeildin var undir miklum áhrifum frá hljómsveitum eins og[[ Joy Division]], Gang of Four og Pop Group, breskum post-pönk hljómsveitum.
 
Taugadeildin lék á mörgum hljómleikum vorið 1980 við vaxandi vinsældir, meðal annars á Hótel Borg. Taugadeildin spilaði í Laugardalshöllinni tvisvar sinnum, í síðara skiptið á tónleikunum Annað hljóð í strokkinn, með Þey, Fræbbblunum og Bara Flokknum.