„Kristna tímatalið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Scriptorium.jpg|thumb|right|Munkurinn [[Dionysius Exiguus]] frá [[Litla Skýþía|Litlu Skýþíu]] ([[Rúmenía|Rúmeníu]]) fann upp AD-kerfið til að auðvelda [[páskar|páskaútreikninga]].]]
'''Anno Domini''' ([[íslenska]]: „Á því herrans ári“), eða '''Anno Domini Nostri Iesu Christi''' („Á ári herra vors Jesú Krists“), venjulega [[Skammstöfun|skammstafað]] '''AD''' eða '''A.D.''' (á íslensku er oftast talað um '''e.Kr.''' (eftir Krist)), er notað til að tákna ár [[kristni|kristins]] [[tímatal]]s. Orðin ''anno domini'' standa í tímasviptifalli (''ablativus temporis'') sem er notað til að gefa til kynna ''á hvaða [[Tími|tíma]]'' eitthvað gerist. Það sem gerist ''anno domini'' 1998 gerist ''á ári herrans'' 1998, þ.e. á 1998da ári herrans. Samkvæmt kerfinu er því ártalið [[raðtala]] rétt eins og [[Sólarhringur|dagar]] [[mánuður|mánaðarins]].
 
[[Orðasamband]]ið er nú orðið hefðbundið í notkun með [[júlíska tímatalið|júlíska tímatalinu]] og [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. Það skilgreinir ártal á grundvelli meints árafjölda frá [[fæðing]]u [[Jesús|Jesú]]. Ár fyrir upphaf tímatalsins eru tilgreind með skammstöfunum '''f.Kr.''' (fyrir Krist). Á [[latína|latínu]] er notuð skammstöfunin '''a.C.n.''' (sem stendur fyrir ''[[Ante Christum Natum]]'' og þýðir „fyrir fæðingu Krists“) og á [[enska|ensku]] '''BC''' („Before Christ“). Stundum er notast við skammstafanirnar '''CE''' og '''BCE''' á ensku en þær standa fyrir „the Common era“ og „Before the Common era“.