Munur á milli breytinga „Fullveldisdagurinn“

Dagurinn varð þó ekki þjóðhátíðardagur þegar í stað. Fyrstu þrjú árin á eftir var nýi íslenski fáninn að vísu dreginn að hún sumstaðar og kennsluhlé gert í [[Skóli|skólum]] eins og oft tíðkast enn. Árið [[1921]] var [[Fálkaorðan]] stofnuð og á þriðja og fjórða áratugnum var 1. desember oftast valinn til að sæma menn því [[heiðursmerki]]. Þá veitir þennan dag [[forseti Íslands]] afreksmerki lýðveldisins fyrir björgun úr lífsháska.
 
Háskólastúdentar hófu hátíðarhöld á fullveldisdaginn á fyrstu árum þriðja áratugarins og héldu tryggð við daginn þegar [[17. júní]] tók við sem [[Þjóðhátíðardagur Íslands|þjóðhátíðardagur]] eftir [[Lýðveldisstofnunin|lýðveldisstofnun]] [[1944]] og héldu því áfram til ársins [[1960]]. Var upphaf þess fagnaður sá að árið 1921 minntust stúdentar þessa dags sem fæðingardags [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] náttúrufræðings og [[Skáld|skálds]] og hófu samhliða því söfnun fésfjár í minningarsjóð hanns. Árið eftir, [[1922]], ákváðu stúdentar að halda 1. desember hátíðlegan sem þjóðminningardag og um leið hefja stórátak til fjársöfnunar fyrir byggingu stúdentagarðs.
 
Fyrir utan hátíðarhöld stúdenta var þó lítið um viðburði þennan dag að öllu jöfnu. Samkomur voru mjög fátíðar í sveitum enda árstíminn illa til þess fallin við húsakost og samgöngur millistríðsáranna. Samkomur voru því einna helst í [[Kaupstaður|kaupstöðum]] og bar mest á því við [[Breiðafjörður|Breiðafjörð]] og [[Vestfirðir|Vestfirði]] en einnig á Mið-[[Norðurland|Norðurlandi]]. Dagsins var mest minnst í skólum og samkomur haldnar í [[héraðsskólar|héraðsskólum]] eftir að þeir tóku til starfa kringum [[1930]]. Nokkur dæmi eru einnig úr öllum [[Landsfjórðungur|landsfjórðungum]] að ungmennafélög í sveitum gengjust fyrir fullveldisfagnaði. Var víða litið á daginn líkt og [[Sunnudagur|sunnudag]] og reynt að hafa aðalmáltíðina í samræmi við það. Eftir stofnun [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpsins]] árið 1930 var það yfirleitt með hátíðardagskrá 1. desember.
Óskráður notandi