„Fornegypsk trúarbrögð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
Guðir Forn-Egypta eiga sér uppruna í dýraguðum sem voru verndarguðir héraða og bæja á [[Forsaga Egyptalands|forsögulegum tíma]]. Þegar [[elstu konungsættirnar]] náðu að skapa stórt miðstýrt ríki varð átrúnaður á suma þessa guði að ríkistrú með eigin stofnunum og prestum. Höfuðguðir, miðstöðvar átrúnaðar og völd presta breyttust eftir því hvernig stjórn landsins var háttað í þau þrjú árþúsund sem trúin var við lýði.
 
Þegar öflugir nágrannar tóku að leggja Egyptaland eða hluta þess undir sig [[1. árþúsundið f.Kr.]] veiktust opinberu trúarbrögðin þar sem þau snerust einkum um dýrkun konungsins. [[Ptólemajaveldið|Ptólemajarnir]] sem ríktu yfir Egyptalandi eftir sigra [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] og gerðu [[hellenismi|helleníska]] menningu að menningu yfirstéttarinnar, héldu hinum forna átrúnaði við og ýttu undir dýrkunkonungsdýrkunina. konungsinsÁ þeim tíma runnu ýmsir egypskir guðir saman við [[grísk goðafræði|gríska guði]]. Þegar [[Rómaveldi|Rómverjar]] lögðu landið undir sig 30 f.Kr. breiddist átrúnaður á ákveðna guði eins og [[Ísis]]i út um heiminn.
 
[[Koptíska kirkjan]] var stofnuð í [[Alexandría (Egyptalandi)|Alexandríu]] af [[Markús guðspjallamaður|Markúsi guðspjallamanni]] árið [[42]] og [[kristni]] breiddist smám saman út þaðan um leið og hinum hefðbundnu trúarbrögðum hnignaði. Þegar kristni varð ríkistrú í Rómaveldi á [[4. öldin|4. öld]] var síðustu leifum hinna fornu opinberu trúarbragða hent. Alþýðutrúin lifði þó áfram nokkurt skeið eftir það.