„Stjórnarskrá Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
KamikazeBot (spjall | framlög)
m Skipti út Constitution_Pg1of4_AC.jpg fyrir Constitution_of_the_United_States,_page_1.jpg.
Lína 1:
[[Mynd:Constitution_Pg1of4_ACConstitution_of_the_United_States,_page_1.jpg|thumb|Fyrsta blaðsíðan úr stjórnarskrá Bandaríkjanna]]
'''Stjórnarskrá Bandaríkjanna''' er æðsta lögskjal landsins og æðri lögum fylkjanna í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Hún er rammi um skipulag [[Bandarísk stjórnvöld|bandarískra stjórnvalda]] og tengsl stjórnvalda við ríkin og ríkisborgara landsins. [[Stjórnarskrá|Stjórnarskráin]] skilgreinir [[Þrískipting ríkisvalds|þrískiptingu ríkisvalds]] og hverjir eiga að fara með hvaða hlutverk fyrir sig. [[Löggjafarvald|Löggjafarvaldið]] er í höndum þingsins, [[framkvæmdavald|framkvæmdarvaldið]] er í höndum [[Forseti Bandaríkjanna|forsetans]] og [[Dómsvald|dómsvaldið]] er hjá [[Hæstiréttur|Hæstarétt]]. Þeir sem skrifuðu stjórnarskrána eru oftast nefndir feður stjórnarskrárinnar. Þessir aðilar voru pólitískir leiðtogar og skrifuðu undir [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna]] árið [[1776]] og heita þeir: [[Benjamin Franklin]], [[George Washington]], [[John Adams]], [[Thomas Jefferson]], [[John Jay]], [[James Madison]] og [[Alexander Hamilton]]. Stjórnarskráin var samþykkt þann [[17]]. [[september]] [[1787]] og staðfest [[21]]. [[júní]] [[1788]] af níu ríkjum af þeim [[13]] sem mynduðu [[Bandaríkin]] á þeim tíma. Breytingar á stjórnarskránni hafa verið gerðar [[27]] sinnum og eru tíu fyrstu breytingarnar þekktar sem [[Réttindaskrá Bandaríkjanna]] ,,Bill of Rights‘‘ og þykja hvað merkastar. Upprunalega stjórnarskráin er [[11]] blaðsíður að lengd og er hún elsta stjórnarskrá í heiminum sem ennþá er í notkun. Upprunalega skjalið, sem var handskrifað af [[Jacob Shallus]], er varðveitt í [[Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna|Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna]] sem er í [[Washington DC]]<ref>NARA (e.d.) [http://www.archives.gov/exhibits/charters/charters.html "National Archives Article on the Constitutional Convention"]. Sótt 22. október 2010.</ref>.