„Smákaka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
[[Mynd:Cookie Cake.JPG|right|thumb|150px|Stór smákaka skreytt eins og kaka.]]
[[Mynd:Nice biscuit.jpg|right|thumb|150px|Bresk kexkaka]]
'''Smákaka''' er lítil, flöt ofnbökuð kaka sem oftast inniheldur [[hveiti]], [[egg]] og [[sykur]]. Einnig er oft bætt við bragðefnum, [[súkkulaði]], [[smjör]]i, [[hnetusmjör]]i eða þurrkuðum ávöxtum. Algeng bragðefni eru [[mandla|möndlur]] og [[hneta|hnetur]], [[vanillusykur]], [[kókos]], [[kanill]], [[hafragrjón]], [[kakó]] og [[sýróp]].
 
Smákökur eru venjulega bakaðar þangað til þær eru stökkar eða nógu lengi til að vera mjúkar en sumar tegundir eru þó ekki bakaðar. Smákökur eru þéttari í sér en kökur bakaðar í formi sem kemur af því að í smákökum er lítið vatn en oft feiti eða egg. Smákökur eru sennilega upprunnar á 8. öld í Persíu eftir að sykur varð algengur þar.