„Charles Darwin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
[[Mynd:Voyage of the Beagle-en.svg|thumb|400px|Ferðin með ''Beagle'']]
'''Charles Darwin''' ([[12. febrúar]] [[1809]] — [[19. apríl]] [[1882]]) var [[Bretland|breskur]] [[náttúrufræði]]ngur sem þekktastur er fyrir [[Þróunarkenningin|kenningu sína]] um [[þróun]] [[lífvera]] vegna [[náttúruval]]s.
 
== Ferðir með Beagle ==
Hann tók sér stöðu um borð sem ólaunaður vísindamaður til þess að rannsaka lífríki framandi slóða. Ferðin með skipinu hófst árið 1831 og endaði með að taka 5 ár, sigldu þeir meðal annars til stranda [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], [[Tahiti]], [[Nýja-Sjáland]]s, [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] og [[Galapagoseyjar|Galapagos eyjanna]] þar sem Darwin er talinn hafa gert sínar merkustu uppgvötanir.
Darwin sagði síðar sjálfur að ferðin hefði verið einn mikilvægasti atburður lífs síns. Hann hóf ferðina ný útskrifaður úr háskóla 22 ára að aldri en þegar hann snéri aftur úr henni þá var hann orðinn virtur náttúrufræðingur og þekktur fyrir viðamikið safn af munum sem hann hafði safnað í ferðinni. Ferðin veitti honum mikla reynslu sem nýttist honum í rannsóknum sem hann framkvæmdi síðar. [http://www.amnh.org/exhibitions/darwin/trip/five.php] Partur af rannsóknum hans tengdist meðal annars ræktun en hann hafði mikinn áhuga á því hvernig hægt var að rækta dýr líkt og hunda og dúfur.
Á meðan ferðinni stóð hélt hann sambandi við fjölskyldu og vini með bréfa sendingum, en hann fékk jafnframt fréttir að heiman frá föður sínum og systrum. [http://www.amnh.org/exhibitions/darwin/trip/long.php]
 
Darwin sendi í fyrstu heim jarðfræðiskýrslur sínar sem hjálpuðu mikið til við að útskýra þróun jarðfræðistöðu jarðarinnar. Hann trúði að heimurinn breyttist smám saman en ekki í stórum hamförum eins margir trúðu á þessum tíma.
 
Hann gerði einnig mikilvægar líffræðilegar uppgötvanir fljótlega þótt hann hafi ekki áttað sig á mikilvægi þeirra strax. Til dæmis fann hann [[steingervingar|steingervinga]] útdauðra [[tegund]]a og ævaforna kuðunga í hlíðum [[Andesfjöll|Andesfjallana]]. Hann vissi ekki hvernig þetta hefði komið til en var viss um að kenning FitzRoys um að þetta væru tegundir sem Nói hefði ekki komið fyrir í Örkinni sinni væri ekki sönn.
 
== Tengt efni ==