„Charles Darwin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 13:
 
Hann gerði einnig mikilvægar líffræðilegar uppgötvanir fljótlega þótt hann hafi ekki áttað sig á mikilvægi þeirra strax. Til dæmis fann hann [[steingervingar|steingervinga]] útdauðra [[tegund]]a og ævaforna kuðunga í hlíðum [[Andesfjöll|Andesfjallana]]. Hann vissi ekki hvernig þetta hefði komið til en var viss um að kenning FitzRoys um að þetta væru tegundir sem Nói hefði ekki komið fyrir í Örkinni sinni væri ekki sönn.
 
== Síðari ár ==
Eftir að hann kom heim frá heimsförinni með Beagle gaf hann út rit sín og rannsóknir sem hann gerði á The Beagle og gerði það hann frægan og vinsælan ferðahöfund. Hann starfaði eftir það í einrúmi heima hjá sér sem sjálfstæður vísindamaður, en það gátu fáir gátu gert á [[Viktoríutímabilið|Viktoríutímum]] Englands. Robert faðir hans borgaði uppihald Charles og allan kostnað og því þurfti Charles aldrei að leita sér að launaðri vinnu.
 
Mikilvægasta kenning Darwins tengdist þó skorti, en það var kenningin um náttúruval. Þegar náttúruval er að verki fæðast fleiri einstaklingar en geta komist af og því lifa aðeins þeir hæfustu. Þeir fjölga sér og geta af sér fleiri „hæfa“ einstaklinga.
Kenning hans um náttúruval og þróun olli miklu fjaðrafoki enda var kirkjan bálreið út í hann fyrir að kalla mannveruna apa.
Það má teljast merkilegt að á þeim tíma sem kenning hans kom út þá fékk hún mikla umfjöllun í þjóðfélaginu en það má meðal annars rekja til minnkandi áhrifa kirkjunnar þegar kom að útgáfu bóka. Þegar bókin kom út fékk hún meðal annars mikla umfjöllun vegna þess að ekki var komið í veg fyrir að hún væri gefin út og almenningur gat skoðað kenninguna og hugsað út í hana.
 
Innan við áratug seinna hafði ókyrrðin þó nánast gengið yfir og hann gaf út þrjú verk sem hjálpuðu við að leggja nýjan grunn í sálfræði. Það voru verkin ''Afkoma mannsins'' sem fjallaði um þá kenningu að öll persónueinkenni mannskepnunar og jafnvel háþróaðir sálfræðilegir hæfileikar á borð við hugrekki, samúð, skynsemi og rökhugsun, mætti finna í frumformi sínu í öðrum dýrategundum. Því væri engin ástæða til að segja að maðurinn hafi ekki þróast í átt að núverandi mynd. ''Um látbrigði tilfinninga manna og dýra'' sagði síðan að dýr sýndu tilfinningar líkt og menn en aðeins með látbrigði og þessvegna gætu sálfræðingar rannsakað atferli dýra til þess að komast að sálfræðilegum upplýsingum um menn. Darwin hafði mikil áhrif á [[sálfræði]] með áherslu sinni á fjölbreytni einstaklinga og hvatti þannig menn enn frekar til þess að rannsaka einstaklinga og atferli þeirra í staðinn fyrir staðlaðar fjöldarannsóknir sem einbeittu sér, sér í lagi að meðaltölum og tölfræði sem á engan hátt endurspegla sálfræðilega starfsemi í mönnum.
 
Almenn áhrif Darwins urðu þó sérstaklega mikil hjá breskum og amerískum sálfræðingum, sem einbeittu sér aðallega að atferlum og hegðun og mælingum.
Ef nefna á nöfn sem Darwin hafði áhrif á má nefna [[William James]], [[James Angell]], [[John Dewey]], [[Edward Thorndike]] og [[Robert Woodworth]].
 
 
Hann giftist frænku sinn [[Emmu Wedgwood]] árið [[1839]]. Þau eignuðust 10 börn gengu þau í gegnum þá sorg að missa þrjú börn, eitt andaðist við fæðingu,annað lést fyrir tveggja ára aldur en það þriðja lést á tíunda aldurs ári. það var í raun grimm áminning um hvernig lífið gengi í raun fyrir sig en eins og kenning hans hélt fram að aðeins þeir hæfustu lifa af.
 
Charles Robert Darwin lést 19. apríl 1882. Innan fárra stunda bárust fréttirnar um lát hans til Lundúna og var ákveðið að hann skyldu jarðsettur í [[Westminster Abbey]] eins og mörg stórmenni Breta, þar á meðal [[Isaac Newton]] um það bil hálfri annarri öld fyrr.
 
Stuttu eftir dauða Darwins kom fram í sviðsljósið skóli af [[félagslegur darwinismi|félagslegum darwinisma]] sem dró boðskap sinn aðallega frá hugsuninni um að „hinir hæfustu komist af“. Fylgismenn félagslegs darwinisma töldu þannig að ef hver og einn berðist aðeins fyrir sjálfan sig myndi félagsheildinn herðast og verða sterkari.
 
== Tengt efni ==