„Theódór Júlíusson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ice-72 (spjall | framlög)
Ný síða: Theódór Júlíusson (fæddur 21. ágúst 1949) er íslenskur leikari. Hann er með diplómu í leiklist frá ''The Drama Studio'' í Lundúnum. Han...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Theódór Júlíusson''' (fæddur [[21. ágúst]] [[1949]]) er [[Ísland|íslenskur]] leikari. Hann er með diplómu í leiklist frá ''The Drama Studio'' í [[Lundúnir|Lundúnum]]. Hann var fastráðinn leikari hjá [[Leikfélag Akureyrar|leikfélagi Akureyrar]] frá [[1978]] til [[1989]]. Theódór lék sitt fyrsta hlutverk hjá [[Leikfélag Reykjavíkur|leikfélagi Reykjavíkur]] sem gestaleikari árið [[1987]] en kom síðan aftur til starfa hjá félaginu við opnun [[Borgarleikhúsið|Borgarleikhúss]] árið [[1989]] og hefur starfað þar síðan. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til [[Gríman|Grímuverðlauna]] fyrir hlutverk sín í ''Puntilla og Matta'', ''Söngleiknum Ást'' og ''Fjölskyldunni''. Theódór hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og einnig hjá [[Leikfélag Akureyrar|leikfélagi Akureyrar]]. Hann hefur leikið í ótal útvarpsleikritum, sjónvarps- og kvikmyndum þar á meðal ''[[Englar alheimsins|Englum alheimsins]]'', ''[[Hafið|Hafinu]]'', [[Mýrin (kvikmynd)|Mýrinni]], [[Reykjavík-Rotterdam]] og [[Eldfjall (kvikmynd)|Eldfjalli]] en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann fjölmörg verðlaun.
 
{{stubbur}}