„Dúr“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ásgeir IV. (spjall | framlög)
Lína 67:
Upplýsingarnar sem við höfum fengið með því að greina tónstiga má nota til að smíða ''[[fimmundahringur|fimmundahring]]'':
 
[[Image:fifthsQuintenzirkeldeluxe.png]]
 
Þetta er gagnleg leið til að finna tóntegundartáknun dúr-tóntegunda. Sé byrjað efst á C og farið þaðan réttsælis um hringinn táknar hver nýr bókstafur nýjan tónstiga, fimmund ofar en næsti á undan. Þetta þýðir að hver nýr tónstigi (réttsælis) þarf nýtt hækkunarmerki í tóntegundartáknunina. Finna má krossafjöldann með því að lesa hann af bókstöfunum réttsælis frá F að telja. T.d., ef við þyrftum að vita hve margir, og hvaða, krossar eru í E-dúr-tónstiganum, tökum við eftir því að E er í 4. sæti - hann þarf 4 krossa. Þeir eru (lesið af frá F): Fís, Cís, Gís, Dís. Sé staðið frammi fyrir dúr-tónstiga með 5 krossum í tóntegundartáknuninni, væru taldir 5 frá efstu stöðu og endað á H - það er H-dúr.