„Frumvarp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MerlIwBot (spjall | framlög)
Lína 9:
 
=== Fyrsta umræða frumvarps ===
Fyrst fjallar flutningsmaður stutt um málið og eftir það fer af stað almenn umræða. Ekki má hefja 1. umræðu fyrr en liðnar eru a.m.k. 2 nætur frá útbýtingu frumvarpsins nema þingið samþykki fyrst með [[aukinn meirihluti|auknum meirihluta]] [[afbrigði frá þingsköpum]], sem leyfi það. Þegar 1. umræðu er lokið fer málið til þeirrar [[þingnefnd|nefndar]] sem frumvarpið fellur undir eða til [[Allsherjarnefnd Alþingis|Allsherjarnefndar]] ef það snertir margar nefndir. Einnig kemur þó til greina að frumvarpinu sé vísað frá eftir 1. umræðu.
 
Nefnd sem hefur frumvarp til umræðu getur flutt það til annarrar nefndar ef hún telur að það tilheyri henni frekar og þarf þá samþykki beggja nefnda að liggja fyrir. Nefndin skilar síðan nefndaráliti og breytingartillögu ef hún telur þörf á því.