„Árni Þorláksson“: Munur á milli breytinga

m
Lagfæri tengla sem tengjast á aðgreiningarsíðu: Brandur Jónsson - Breytti tenglum í Brandur Jónsson (biskup)
Ekkert breytingarágrip
m (Lagfæri tengla sem tengjast á aðgreiningarsíðu: Brandur Jónsson - Breytti tenglum í Brandur Jónsson (biskup))
'''Árni Þorláksson''', oftast nefndur '''Staða-Árni''' ([[1237]] – [[17. apríl]] [[1298]]) var [[biskup]] í [[Skálholt]]i frá [[1269]]. Helsta heimildin um ævi hans og störf er ''[[Árna saga biskups]]''.
 
Árni var sonur [[Guðmundur gríss Ámundason|Þorláks Guðmundssonar gríss]] og Halldóru Ormsdóttur. Hann var hjá [[Brandur Jónsson (biskup)|Brandi Jónssyni]] meðan hann var [[ábóti]] í [[Þykkvabæjarklaustur|Þykkvabæ]]. Þegar Brandur var kosinn biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] fór Árni með honum í vígsluferðina til Noregs og komst þá í kynni við [[Magnús lagabætir|Magnús]] konung lagabæti og fór vel á með þeim síðan. Hann fór svo með Brandi til Hóla. Þá hafði hann aðeins hlotið djáknavígslu.
 
Þegar Brandur dó eftir aðeins eitt ár á biskupsstóli vígði [[Sigvarður Þéttmarsson|Sigvarður]] Skálholtsbiskup Árna til prests og fékk honum staðarforráð á Hólum þar til [[Jörundur Þorsteinsson|Jörundur]] biskup tók við embættinu [[1267]]. Jörundur sendi Árna suður í Skálholt til halds og trausts Sigvarði biskupi, sem orðinn var aldraður, og þegar Sigvarður dó [[1268]] var Árni kosinn biskup og vígður í [[Niðarós]]i 1269, rúmlega þrítugur að aldri.
12.428

breytingar