„Þórður Jónsson (prestur á Staðastað)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Þórður Jónsson''' (167221. ágúst 1720) var skólameistari í Skálholtsskóla og síðan prestur á Staðarstað og ...
 
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 3:
Þórður var sonur Bauka-[[Jón Vigfússon|Jóns Vigfússonar]] biskups á Hólum og konu hans [[Guðríður Þórðardóttir|Guðríðar Þórðardóttur]]. Hann fór utan til háskólansáms [[1688]], sextán ára að aldri, og var í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] í fimm ár. Jón faðir hans lést vorið [[1690]] en á [[Alþingi]] um sumarið féll þó á hann þungur dómur fyrir óleyfilega verslun. Þórður fékk málið tekið upp fyrir hæstarétti í [[Kaupmannahöfn]] og rak það þar svo vel að hann fékk dómnum hnekkt [[1693]]. Þótti það afrek af tvítugum manni og hlaut Þórður mikla frægð af þessu. Þó var sagt að hann hefði ofmetnast af þessu því að árið [[1697]], eftir að [[Þórður Þorláksson]] Skálholtsbiskup dó, sigldi Þórður og ætlaði sér að reyna að fá biskupsembættið, en það tókst ekki og varð [[Jón Vídalín]], sem skömmu síðar giftist Sigríði systur Þórðar, fyrir valinu.
 
Þórður varð hins vegar skólameistari í Skálholti sama ár og gegndi því embætti til [[1702]], þegar hann varð aðstoðarprestur og skömmu síðar prestur á Staðarstað á Snæfellsnesi og prófastur í Snæfellsprófastsdæmi. Hann sóttist eftir biskupsembættinu á Hólum þegar [[Björn Þorleifsson biskup|Björn Þorleifsson]] dó [[1710]] en lagði ekki í að sigla vegna ófriðar sem þá var milli [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Svíþjóð]]ar. [[Steinn Jónsson]] tók aftur á móti áhættuna, sigldi og varð biskup.
 
Þórður dó á Staðarstað 1720 og Jón Vídalín mágur hans andaðist á leið í útför hans en sagt var að þeir hefðu lofað hvor öðrum að sá sem lengur lifði skyldi halda líkræðu yfir hinum. Kona séra Þórðar var Margrét Sæmundsdóttir, Oddssonar prests í Hítardal. Móðir hennar var Sólvör (Salvör) Vigfúsdóttir, systir Jóns biskups, og voru þau því systkinabörn og þurftu konungsleyfi til að giftast. Þau áttu sex börn sem upp komust.