„Torfi Jónsson í Klofa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Snaevar-bot (spjall | framlög)
m Lagfæri tengla sem tengjast á aðgreiningarsíðu: Björn Þorleifsson - Breytti tenglum í Björn Þorleifsson hirðstjóri
Lína 9:
Á Alþingi [[1504]] var Torfi enn með yfirgang, vildi hrekja [[Arnór Finnsson]] sýslumann úr dómi sem hann hafði verið skipaður í og gekk að dómnum með lið vopnað bogum, byssum, sverðum, spjótum og arngeirum og þrengdi að Arnóri. Ekki löngu seinna dó Torfi og fer tvennum sögum af andláti hans, hann er ýmist sagður hafa dáið úr sótt á Skíðbakka í [[Landeyjar|Landeyjum]] eða úr drykkjuskap á [[Fíflholtsþing]]i. Eftir dauða hans gerði ekkja hans sátt við Stefán biskup og borgaði honum þrjár jarðir og góðan silfurkross til að Torfi gæti fengið legstað í Skálholti eins og hann hafði kosið sér.
 
Kona Torfa var Helga Guðnadóttir (d. [[1544]]), sem var dóttir [[Guðni Jónsson|Guðna Jónssonar]] sýslumanns á Kirkjubóli, bróður Orms stjúpföður Torfa og [[Páll Jónsson sýslumaður|Páls Jónssonar]] sýslumanns á Skarði, og konu hans Þóru, dóttur [[Björn Þorleifsson hirðstjóri|Björns Þorleifssonar]] hirðstjóra á Skarði. Bróðir hennr var [[Björn Guðnason]] sýslumaður í [[Ögur|Ögri]] og voru þeir mágarnir samherjar í deilum við Stefán biskup og hans helstu mótstöðumenn. Þau Helga og Torfi áttu fjölda barna sem flest voru á barnsaldri þegar faðir þeirra lést. Helga bjó ekkja í Klofa til [[1525]].
 
== Heimild ==