„Orrustan við Lützen (1632)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: da:Slaget ved Lützen (1632)
Lína 3:
'''Orrustan við Lützen''', nærri [[Leipzig]] í [[Þýskaland]]i, var háð þann [[16. nóvember]] (samkvæmt [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]]) árið [[1632]]. Hún var ein mest afgerandi orrusta [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðsins]]. Þar barðist [[Mótmælendatrú|mótmælenda]]her [[Svíþjóð|Svía]], undir forystu [[Gústaf Adolf 2. Svíakonungur|Gústafs Adolfs II. Svíakonungs]], við [[Kaþólska|kaþólskan]] her [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska keisaradæmisins]]. Svíar unnu sigur, en Gústaf Adolf konungur þeirra féll, og þeir misstu um 6000 menn til viðbótar. Kaþólikkar misstu milli 3000 og 3500 menn.
 
== Aðdragandi orrustunnaorrustunnar ==
[[Mynd:Orrustan við Lützen.gif|left|thumb|300px|Yfirlitskort af vígvellinum]]
Tveim dögum fyrir orrustuna, þann [[14. nóvember]], hafði kaþólski [[herforingi]]nn [[Albrecht von Wallenstein]] skipt liði sínu upp og fært höfuðstöðvar sínar til [[Leipzig]]. Vetur var að skella á, og eftir stríðsrekstur sumarsins bjóst hann ekki við frekari vandræðum af hálfu mótmælendahers Gústafs Adolfs Svíakonungs, enda var erfitt fyrir Svíana að slá upp búðum eða athafna sig á annan hátt á berangri að vetrarlagi. En Gústaf Adolf hafði aðrar fyrirætlanir. Snemma morguns þann [[15. nóvember]] hélt hann með her sinn frá búðunum, þangað sem hann hafði síðast frétt af ferðum Wallensteins, og ætlaði að koma honum að óvörum. Honum tókst það þó ekki. Í síðdeginu varð lítill þýskur herflokkur á vegi hans, sem Wallenstein hafði skilið eftir við ána [[Rippach]], um 5-6 km suður af bænum Lützen. Skærur milli þýska herflokksins og Svíanna töfðu þá síðarnefndu um tvo eða þrjá tíma, og þegar ekki var lengur vígljóst voru enn tveir eða þrír kílómetrar milli herjanna.