„Cristiano Ronaldo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
YurikBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: pt:Cristiano Ronaldo
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Ronaldo kemur upphaflega frá [[Funchal]] á [[Madeira]]-eyjum. Þegar hann var tólf ára var hann farinn að hlaupa af sér fullorðna menn og gat því hæglega spilað með eldri flokkum í félagi sínu. Ferilinn hóf hann hjá [[Nacional]] en fór fljótlega til [[Sporting Lissabon]] og í fyrsta leik sínum skoraði hann tvö mörk, draumabyrjun hjá liðinu sem hann hafði alla tíð haldið með. [[Alex Ferguson]] tók eftir honum og fékk strax áhuga á að fá hann til liðs við Manchester United og þangað var hann keyptur haustið 2003, fyrsti Portúgalinn í herbúðum United.
 
Ronaldo er framliggjandi miðjumaður. Treyja hans er númer 7, en margar hetjur hafa einmitt borið þetta númer hjá liðinu, t.d. [[David Beckham]] og [[Eric Cantona]]. Leikni Ronaldo með boltann er mikil og er hann jafnvígur á báða fætur og getur því spilað báðum megin á vellinum. Hann er þekktur fyrir skærin sem hann tekur og fær bæði hrós og gagnrýni á þau. Á öðru tímabili sínu hjá Manchester breyttist leikstíllinn úr einmenningsleik í liðsleik en líklega er [[Diego Maradona|Maradona]] ein af fyrirmyndum hans hvað varðar sólun og skæri.
 
Fyrsti landsliðsleikur Ronaldo var fyrir [[Portúgal]] gegn [[Kasakstan]] haustið 2003 og skoraði hann eina mark liðs síns í upphafsleik Evrópumeistaramótsins 2004 gegn Grikkjum.