„Aríus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
KamikazeBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Breyti: sk:Areios (kresťan z Alexandrie)
Masae (spjall | framlög)
Lína 21:
 
== Níkeuþingið ==
Á kirkjuþinginu í Níkeu árið [[325]] var kenning Aríusar dæmd [[villutrú]], og var Níkeujátningin[http://wwwwww2.kirkjan.is/?trumalnode/kenning/nikeujatningin86] („symbolum nicaenum“ á latínu) samin, af því tilefni til að skýra, betur en áður var, hvað „rétt trú“ fæli í sér, varðandi eðli guðdómsins. Í Níkeujátningunni kemur fram að eðli þeirra sé hið sama. Níkeujátningin í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag, var fullfrágengin í [[Konstantínópel]] árið [[381]].[http://www.kirkjan.is/?trumal/kenning/nikeujatningin]
 
Á Níkeuþinginu reyndust flestir vera andvígir Aríusi, þótt skoðanir væru skiptar. Tveim árum síðar, árið [[327]], lést Alexander af Alexandríu, og Aþanasíus var skipaður biskup í hans stað. Í hans biskupstíð var Aríusi hleypt heim úr útlegð í [[Palestína|Palestínu]], gegn því að hann endurorðaði kenningar sínar um eðli Jesú. Andstæðingar Aþanasíusar komust í náðina hjá keisaranum, og hann skipaði Aþanasíusi að taka bannfæringuna á Aríusi til baka. Þegar Aþanasíus neitaði að gera það, var hann settur af og sendur í útlegð fyrir landráð. Það kom svo í hlut Alexanders af Konstantínópel að aflétta bannfæringunni, og þorði hann ekki annað. Bað hann fylgismenn sína að biðja til guðs, að Aríus mundi láta lífið áður en hann næði að ganga til altaris. Það var reyndar það sem gerðist: Daginn áður en aflétta átti bannfæringunni, þá andaðist Aríus.