„Seinni heimsstyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
Lína 11:
 
== Forsaga ==
{{hæ,Aðalgrein|Orsakir seinni heimsstyrjaldarinnar|Aðdragandi seinni heimsstyrjaldarinnar}}
[[Mynd:Benito Mussolini and Adolf Hitler.jpg|thumb|right|200px|[[Benito Mussolini]] og [[Adolf Hitler]].]]
[[Fyrri heimsstyrjöldin]] hafði gjörbreytt pólitísku landslagi í Evrópu, Asíu og Afríku með ósigri Þýskalands, [[Austurríki-Ungverjaland]]s og [[Ottómanveldið|Ottómanveldisins]]; Austurríki-Ungverjaland liðaðist í sundur og Ottómanveldið leið undir lok. Enn fremur varð bylting í [[Rússland]]i haustið [[1917]], [[bolsévikar]] hrifsuðu völdin og stofnuðu [[Sovétríkin]]. Mörg ný ríki urðu til með óleystum landamæradeilum og [[hergagnaframleiðsla]] jókst. [[Þjóðernishyggja]] færðist í aukana og ólga og reiði kraumaði undir í þeim löndum sem biðu ósigur. Fasískar hreyfingar komust til valda á Ítalíu, [[Spánn|Spáni]], [[Portúgal]] og Þýskalandi í þeim efnahagslega óstöðugleika og [[kreppa|kreppu]] sem einkenndi [[1921-1930|3.]] og [[1931-1940|4. áratuginn]]. Á Ítalíu kraumaði ólga undir niðri en á árunum [[1922]] til [[1925]] komust fasistar til valda með [[Benito Mussolini]] í broddi fylkingar. Í Þýskalandi lék [[Versalasamningurinn]] stórt hlutverk, sérstaklega [[grein 231]] (svokölluð sektarklausa) og það þrátt fyrir að samningnum væri ekki fylgt stíft eftir vegna ótta við annað stríð. En Þýskaland missti einnig 13% af landsvæðum sínum, öllum nýlendum sínum, þurfti að greiða gríðarlega háar stríðsskaðabætur og mátti ekki hafa nema mjög takmarkaðan her.