Munur á milli breytinga „Formgerðarstefnan“

ekkert breytingarágrip
'''Formgerðarstefna''' eða '''strúkturalismi''' er rannsóknaraðferð til að útskýra kerfi tungumála með athugun á formum og reglum. Málvísindamaðurinn [[Ferdinand de Saussure|Ferdinands de Saussure]] er talinn faðir þessarar aðferða en hann setti fram þrjár ályktanir 1) kerfiseðli tungumálsins þar sem einingar í máli fá merkingu þegar þær tengjast í aðrar einingar 2) einingar innan kerfisins öðlast ekki merkingu nema vegna vensla við aðrar einingar, tengslin búa til merkinguna, ef tengslin haldast þau sömu er alltaf um sömu söguna að ræða 3) tákn fyrir fyrirbæri er tilfallandi, ekki er eðlislægt samband milli orðs og þess fyrirbæris sem orðið vísar til. Hægt er að endurmynda ótal mörg kerfi úr sömu einingum. Þessi myndun kerfis sem gefur einingum merkingu felur í sér sífellda afbyggingu á sama kerfi og þar með tilurð annars konar merkingar.
 
Andstæðuhugsun og tvenndarkerfi eru höfuðeinkenni strúktúralisma. [[Póststrúktúralismi]] gagnrýnir það.
 
Formgerðarstefna er til í ýmsum afbrigðum eftir fræðigreinum svo sem í [[Málvísindi|málvísindum]], [[sálfræði]], [[félagsfræði]] og [[heimspeki]]. Formgerðarstefna í sálfræði: er ein af fyrstu sálfræðistefnunum en samkvæmt henni átti viðfagnsefni sálfræðinnar að vera meðvituð hugarstarfsemi og skyldi hún rannsökuð með sjálfsskoðun. Þeir sem beinlínist aðhyllast formgerðarstefnu í bókmenntafræði nota einatt tungumálið og formgerð þess, málkerfið.
15.974

breytingar