„Bankahrunið á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Bankahrunið á Íslandi''' eða '''Hrunið''' eins og það er oftast kallað í daglegu tali er heiti á [[gjaldþrot]]i þriggja stærstu íslensku [[banki|viðskiptabankanna]] árið [[2008]] í kjölfar [[efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009|efnahagskreppunnar á Íslandi 2008–2009]]. Afleiðingar þess urðu sömuleiðis tilefni að [[Milliríkjadeilur Íslendinga vegna skuldbindinga íslenskra einkabanka erlendis|milliríkjadeilum Íslands við Bretland og Holland]] og setningu neyðarlaga um starfsemi fjármálafyrirtækja á Íslandi.
 
Aðdragandinn var sá að gengi krónunnar hafði lækkað stöðugt nokkra mánuði samfleytt og í lok september var því lýst yfir að [[Glitnir banki hf.|Glitni]] yrði [[þjóðnýting|þjóðnýttur]] að meirihluta. Þá fór af stað flókin atburðarrás sem leiddi til hruns hinna tveggja stóru íslensku viðskiptabankanna, [[Landsbanki Íslands|Landsbankans]] og [[Kaupþing]]s á aðeins rétt rúmlega viku. [[Alþingi]] Íslands hefur skipaðskipaði sérstaka [[rannsóknarnefnd Alþingis|rannsóknarnefnd]] sem hefurhafði það hlutverk að komast að því hverjar orsakir hrunsins voru og draga þá, ef einhverjir eru, sem berabáru ábyrgð fyrir dóm. Rannsóknarnefndin skilaði af sér skýrslu 12. apríl 2010 og í kjölfarið var [[Geir Haarde]] kærður til [[landsdómur|landsdóms]].
 
== Þjóðnýting Glitnis (29. september) ==